Ungmenni leita sér aðstoðar vegna neyslu barnaníðsefnis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 07:24 Sífellt fleiri ungmenni hafa samband við hjálparþjónustu vegna neyslu barnaníðsefnis. Getty Sérfræðingar og lögregla á Bretlandseyjum segja aukið aðgengi ungmenna að klámi vera að ýta undir skaðlega kynferðislega hegðun, meðal annars neyslu barnaníðsefnis. Samtökin Lucy Faithfull Foundation, sem vinna að því að koma í veg fyrir barnaníð og starfrækja meðal annars þjónustu fyrir fullorðna sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum um börn, segja ungmennum sem hafa samband hafa fjölgað um 30 prósent og fullorðnum sem hafa samband vegna áhyggja af hegðun ungra einstaklinga hafa fjölgað um 26 prósent. Rachel Haynes, sérfræðingur hjá samtökunum, segir að frá því að kórónuveirufaraldurinn reið yfir séu mun fleiri táningar að hafa samband við þjónustuna, sem ber yfirskriftina Stop It Now!, en áður. Í faraldrinum var farið að bjóða upp á spjallþjónustu á netinu fyrir fullorðna en vegna fjölda fyrirspurna frá ungmennum hefur ný vefsíða fyrir þennan aldurshóp verið opnuð og ber hún heitið Shore. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa sérfræðingar og lögregla verulegar áhyggjur af auknum fjölda ungmenna sem horfa á og/eða deila barnaníðsefni. Frá 2020 hafa tveir þriðjuhlutar þeirra sem hafa samband við Stop It Now! talað um að neyta barnaníðsefnis. Um helmingur þeirra virðist hafa samband eftir að hafa komist til kasta lögreglu en Haynes segir samtök sín vilja ná fyrr til ungmennana. Hún segir klám eiga þátt í vegferðinni að neyslu barnaníðsefnis; ungmennin verði smám saman ónæm fyrir grófleika klámsins. Þá sé í sumum tilvikum um að ræða að þau séu sjálf að sæta misnotkun af hálfu fullorðinna eða að þau hafi fengið myndir sendar í kynferðislegu spjalli. „Við erum að glíma við krísuástand og það er drifið af því að ungt fólk hefur nú aðgang að afar grófu klámi sem er að breyta heilastarfsemi þeirra,“ segir Tony Garner, sem leiðir sérhæft teymi hjá lögreglunni sem rannsakar barnaníð. Hann segir mikilvægt að ungmenni fái vettvang til að ræða málin; oftar en ekki séu þau að gera það í fyrsta sinn eftir að lögreglan bankar upp á hjá þeim. Taktuskrefið.is er úrræði fyrir gerendur. Þolendur geta leitað til 112.is. Bretland Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Samtökin Lucy Faithfull Foundation, sem vinna að því að koma í veg fyrir barnaníð og starfrækja meðal annars þjónustu fyrir fullorðna sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum um börn, segja ungmennum sem hafa samband hafa fjölgað um 30 prósent og fullorðnum sem hafa samband vegna áhyggja af hegðun ungra einstaklinga hafa fjölgað um 26 prósent. Rachel Haynes, sérfræðingur hjá samtökunum, segir að frá því að kórónuveirufaraldurinn reið yfir séu mun fleiri táningar að hafa samband við þjónustuna, sem ber yfirskriftina Stop It Now!, en áður. Í faraldrinum var farið að bjóða upp á spjallþjónustu á netinu fyrir fullorðna en vegna fjölda fyrirspurna frá ungmennum hefur ný vefsíða fyrir þennan aldurshóp verið opnuð og ber hún heitið Shore. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa sérfræðingar og lögregla verulegar áhyggjur af auknum fjölda ungmenna sem horfa á og/eða deila barnaníðsefni. Frá 2020 hafa tveir þriðjuhlutar þeirra sem hafa samband við Stop It Now! talað um að neyta barnaníðsefnis. Um helmingur þeirra virðist hafa samband eftir að hafa komist til kasta lögreglu en Haynes segir samtök sín vilja ná fyrr til ungmennana. Hún segir klám eiga þátt í vegferðinni að neyslu barnaníðsefnis; ungmennin verði smám saman ónæm fyrir grófleika klámsins. Þá sé í sumum tilvikum um að ræða að þau séu sjálf að sæta misnotkun af hálfu fullorðinna eða að þau hafi fengið myndir sendar í kynferðislegu spjalli. „Við erum að glíma við krísuástand og það er drifið af því að ungt fólk hefur nú aðgang að afar grófu klámi sem er að breyta heilastarfsemi þeirra,“ segir Tony Garner, sem leiðir sérhæft teymi hjá lögreglunni sem rannsakar barnaníð. Hann segir mikilvægt að ungmenni fái vettvang til að ræða málin; oftar en ekki séu þau að gera það í fyrsta sinn eftir að lögreglan bankar upp á hjá þeim. Taktuskrefið.is er úrræði fyrir gerendur. Þolendur geta leitað til 112.is.
Bretland Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira