„Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 18:58 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira