Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga Hildur Harðardóttir skrifar 28. september 2023 08:00 Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun