Hvalreki eða Maybe Mútur? Pétur Heimisson skrifar 28. september 2023 11:02 Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. Það þakka sumir tvíræðninni sem einkennir lýsingu höfundarins, Herman Melville, á hvalnum. Hverfum nú frá þessum fræga hval og snúum okkur að nýlegum gjafagjörningi í Seyðisfjarðarhöfn. (Hag)sælla að gefa en þiggja Olíuleki úr stríðsskipinu El Grilló á botni Seyðisfjarðar hefur lengi verið ógn við lífríkið. Öll viljum við að draga megi úr og helst koma í veg fyrir þessa vá. Í þeim efnum er kannski sama hvaðan gott kemur eða hvað? Nýverið aðstoðaði Fiskeldi Austfjarða sveitarfélagið Múlaþing við þetta mikilvæga verk og var „gjöf“ fyrirtækisins metin á 6-8 milljónir króna. Án efa var það vel meint af hálfu bæði fyrirtækisins og Múlaþings, en er það nóg og er með því öll sagan sögð? Gildir það hugsanlega hér að æ sé gjöf til gjalda og að viðskipti án aura kalli á að eitthvað verði kaup kaups? Slíkra spurninga og fleiri er eðlilegt að spyrja og beinlínis skylt að spyrja hvort slíkur gjörningur samræmist þeim siða- og verklagsreglum sem starfsmönnum er annast innkaup fyrir sveitarfélög er ætlað að vinna eftir. Séu slíkar reglur ekki til, er þá ekki eðlileg krafa að setja þær? Í þessu samhengi má vísa í að í Viðmiðum um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup kemur meðal annars fram að „ Innkaupastarfsmenn skulu tryggja að þeir standi ekki í þakkarskuld eða séu að einhverju leyti háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli...“ (2014, II. Sérstakar reglur fyrir innkaupastarfsmenn). Með vísan í þetta hlýtur almenningur að eiga geta gert þá kröfu á stjórnarhætti hins opinbera að það standi ekki í óljósri skuld við fjársterka hagsmunaaðila. Milljónaspurning úr sal Andstaða Seyðfirðinga við laxeldi í firðinum er löngu kunn. Eftir óralanga bið héldu forsvarsmenn áformaðs sjókvíaeldis íbúafund á Seyðisfirði í mars 2021. Einn fundargesta spurði hver væri munurinn á samfélagslegum styrkjum fyrirtækis og mútum? Svörin voru lítil og loðin. Mér fannst andstaða við eldið aukast eftir fundinn, en veit ei hvað meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings fannst. Þau sem hann skipa ákváðu að kanna betur hug íbúanna. Svörin voru skýr, 75% Seyðfirðinga reyndust andvígir eldinu. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu tekur meirihlutinn á engan hátt undir ákall íbúanna. Að þessu sögðu og með tvíræðni sögunnar um Moby Dick í huga er rökrétt að spyrja, líkt og viðmælandi minn ónefndur gerði nýverið, hvor nafngiftin hæfði áðurnefndum gjafagjörningi betur, Hvalreki eða Maybe Mútur? Höfundur er íbúi í Múlaþingi og situr í umhverfis og framkvæmdaráði fyrir VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sjókvíaeldi Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. Það þakka sumir tvíræðninni sem einkennir lýsingu höfundarins, Herman Melville, á hvalnum. Hverfum nú frá þessum fræga hval og snúum okkur að nýlegum gjafagjörningi í Seyðisfjarðarhöfn. (Hag)sælla að gefa en þiggja Olíuleki úr stríðsskipinu El Grilló á botni Seyðisfjarðar hefur lengi verið ógn við lífríkið. Öll viljum við að draga megi úr og helst koma í veg fyrir þessa vá. Í þeim efnum er kannski sama hvaðan gott kemur eða hvað? Nýverið aðstoðaði Fiskeldi Austfjarða sveitarfélagið Múlaþing við þetta mikilvæga verk og var „gjöf“ fyrirtækisins metin á 6-8 milljónir króna. Án efa var það vel meint af hálfu bæði fyrirtækisins og Múlaþings, en er það nóg og er með því öll sagan sögð? Gildir það hugsanlega hér að æ sé gjöf til gjalda og að viðskipti án aura kalli á að eitthvað verði kaup kaups? Slíkra spurninga og fleiri er eðlilegt að spyrja og beinlínis skylt að spyrja hvort slíkur gjörningur samræmist þeim siða- og verklagsreglum sem starfsmönnum er annast innkaup fyrir sveitarfélög er ætlað að vinna eftir. Séu slíkar reglur ekki til, er þá ekki eðlileg krafa að setja þær? Í þessu samhengi má vísa í að í Viðmiðum um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup kemur meðal annars fram að „ Innkaupastarfsmenn skulu tryggja að þeir standi ekki í þakkarskuld eða séu að einhverju leyti háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli...“ (2014, II. Sérstakar reglur fyrir innkaupastarfsmenn). Með vísan í þetta hlýtur almenningur að eiga geta gert þá kröfu á stjórnarhætti hins opinbera að það standi ekki í óljósri skuld við fjársterka hagsmunaaðila. Milljónaspurning úr sal Andstaða Seyðfirðinga við laxeldi í firðinum er löngu kunn. Eftir óralanga bið héldu forsvarsmenn áformaðs sjókvíaeldis íbúafund á Seyðisfirði í mars 2021. Einn fundargesta spurði hver væri munurinn á samfélagslegum styrkjum fyrirtækis og mútum? Svörin voru lítil og loðin. Mér fannst andstaða við eldið aukast eftir fundinn, en veit ei hvað meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings fannst. Þau sem hann skipa ákváðu að kanna betur hug íbúanna. Svörin voru skýr, 75% Seyðfirðinga reyndust andvígir eldinu. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu tekur meirihlutinn á engan hátt undir ákall íbúanna. Að þessu sögðu og með tvíræðni sögunnar um Moby Dick í huga er rökrétt að spyrja, líkt og viðmælandi minn ónefndur gerði nýverið, hvor nafngiftin hæfði áðurnefndum gjafagjörningi betur, Hvalreki eða Maybe Mútur? Höfundur er íbúi í Múlaþingi og situr í umhverfis og framkvæmdaráði fyrir VG.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar