Hvalreki eða Maybe Mútur? Pétur Heimisson skrifar 28. september 2023 11:02 Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. Það þakka sumir tvíræðninni sem einkennir lýsingu höfundarins, Herman Melville, á hvalnum. Hverfum nú frá þessum fræga hval og snúum okkur að nýlegum gjafagjörningi í Seyðisfjarðarhöfn. (Hag)sælla að gefa en þiggja Olíuleki úr stríðsskipinu El Grilló á botni Seyðisfjarðar hefur lengi verið ógn við lífríkið. Öll viljum við að draga megi úr og helst koma í veg fyrir þessa vá. Í þeim efnum er kannski sama hvaðan gott kemur eða hvað? Nýverið aðstoðaði Fiskeldi Austfjarða sveitarfélagið Múlaþing við þetta mikilvæga verk og var „gjöf“ fyrirtækisins metin á 6-8 milljónir króna. Án efa var það vel meint af hálfu bæði fyrirtækisins og Múlaþings, en er það nóg og er með því öll sagan sögð? Gildir það hugsanlega hér að æ sé gjöf til gjalda og að viðskipti án aura kalli á að eitthvað verði kaup kaups? Slíkra spurninga og fleiri er eðlilegt að spyrja og beinlínis skylt að spyrja hvort slíkur gjörningur samræmist þeim siða- og verklagsreglum sem starfsmönnum er annast innkaup fyrir sveitarfélög er ætlað að vinna eftir. Séu slíkar reglur ekki til, er þá ekki eðlileg krafa að setja þær? Í þessu samhengi má vísa í að í Viðmiðum um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup kemur meðal annars fram að „ Innkaupastarfsmenn skulu tryggja að þeir standi ekki í þakkarskuld eða séu að einhverju leyti háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli...“ (2014, II. Sérstakar reglur fyrir innkaupastarfsmenn). Með vísan í þetta hlýtur almenningur að eiga geta gert þá kröfu á stjórnarhætti hins opinbera að það standi ekki í óljósri skuld við fjársterka hagsmunaaðila. Milljónaspurning úr sal Andstaða Seyðfirðinga við laxeldi í firðinum er löngu kunn. Eftir óralanga bið héldu forsvarsmenn áformaðs sjókvíaeldis íbúafund á Seyðisfirði í mars 2021. Einn fundargesta spurði hver væri munurinn á samfélagslegum styrkjum fyrirtækis og mútum? Svörin voru lítil og loðin. Mér fannst andstaða við eldið aukast eftir fundinn, en veit ei hvað meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings fannst. Þau sem hann skipa ákváðu að kanna betur hug íbúanna. Svörin voru skýr, 75% Seyðfirðinga reyndust andvígir eldinu. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu tekur meirihlutinn á engan hátt undir ákall íbúanna. Að þessu sögðu og með tvíræðni sögunnar um Moby Dick í huga er rökrétt að spyrja, líkt og viðmælandi minn ónefndur gerði nýverið, hvor nafngiftin hæfði áðurnefndum gjafagjörningi betur, Hvalreki eða Maybe Mútur? Höfundur er íbúi í Múlaþingi og situr í umhverfis og framkvæmdaráði fyrir VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sjókvíaeldi Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. Það þakka sumir tvíræðninni sem einkennir lýsingu höfundarins, Herman Melville, á hvalnum. Hverfum nú frá þessum fræga hval og snúum okkur að nýlegum gjafagjörningi í Seyðisfjarðarhöfn. (Hag)sælla að gefa en þiggja Olíuleki úr stríðsskipinu El Grilló á botni Seyðisfjarðar hefur lengi verið ógn við lífríkið. Öll viljum við að draga megi úr og helst koma í veg fyrir þessa vá. Í þeim efnum er kannski sama hvaðan gott kemur eða hvað? Nýverið aðstoðaði Fiskeldi Austfjarða sveitarfélagið Múlaþing við þetta mikilvæga verk og var „gjöf“ fyrirtækisins metin á 6-8 milljónir króna. Án efa var það vel meint af hálfu bæði fyrirtækisins og Múlaþings, en er það nóg og er með því öll sagan sögð? Gildir það hugsanlega hér að æ sé gjöf til gjalda og að viðskipti án aura kalli á að eitthvað verði kaup kaups? Slíkra spurninga og fleiri er eðlilegt að spyrja og beinlínis skylt að spyrja hvort slíkur gjörningur samræmist þeim siða- og verklagsreglum sem starfsmönnum er annast innkaup fyrir sveitarfélög er ætlað að vinna eftir. Séu slíkar reglur ekki til, er þá ekki eðlileg krafa að setja þær? Í þessu samhengi má vísa í að í Viðmiðum um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup kemur meðal annars fram að „ Innkaupastarfsmenn skulu tryggja að þeir standi ekki í þakkarskuld eða séu að einhverju leyti háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli...“ (2014, II. Sérstakar reglur fyrir innkaupastarfsmenn). Með vísan í þetta hlýtur almenningur að eiga geta gert þá kröfu á stjórnarhætti hins opinbera að það standi ekki í óljósri skuld við fjársterka hagsmunaaðila. Milljónaspurning úr sal Andstaða Seyðfirðinga við laxeldi í firðinum er löngu kunn. Eftir óralanga bið héldu forsvarsmenn áformaðs sjókvíaeldis íbúafund á Seyðisfirði í mars 2021. Einn fundargesta spurði hver væri munurinn á samfélagslegum styrkjum fyrirtækis og mútum? Svörin voru lítil og loðin. Mér fannst andstaða við eldið aukast eftir fundinn, en veit ei hvað meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings fannst. Þau sem hann skipa ákváðu að kanna betur hug íbúanna. Svörin voru skýr, 75% Seyðfirðinga reyndust andvígir eldinu. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu tekur meirihlutinn á engan hátt undir ákall íbúanna. Að þessu sögðu og með tvíræðni sögunnar um Moby Dick í huga er rökrétt að spyrja, líkt og viðmælandi minn ónefndur gerði nýverið, hvor nafngiftin hæfði áðurnefndum gjafagjörningi betur, Hvalreki eða Maybe Mútur? Höfundur er íbúi í Múlaþingi og situr í umhverfis og framkvæmdaráði fyrir VG.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar