Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu og muni Steinunn leiða rekstrarsvið Varðar en undir það svið falli verkefni sem snúa meðal annars að að rekstri, sjálfbærni og gæðamálum. Einnig muni rekstrarstjóri fylgja eftir stefnumótun og umbótaverkefnum.
„Steinunn kemur til Varðar frá Marel þar sem hún hefur starfað frá árinu 2011. Þar gegndi hún starfi rekstrarstjóra fiskiðnaðarsviðs frá árinu 2018. Áður starfaði Steinunn m.a. sem verkefnastjóri hjá Arion banka.
Steinunn er með MPM-gráðu og B.S.-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.