Eltir gamlan draum og lætur skallann ekki stoppa sig Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. september 2023 20:00 Ási skráði sig í hárgreiðslunám og lét gamlan draum verða að veruleika. Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjórnandi Betri Helmingsins, lét gamlan draum rætast þegar hann skráði sig í hárgreiðslunám hjá Hárakademíunni í september. „Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin. Tímamót Hár og förðun Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
„Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin.
Tímamót Hár og förðun Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“