Kísildalir norðursins Halla Hrund Logadóttir skrifar 1. október 2023 07:31 Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Mekka hátækniþróunar sem virkar eins og segull fyrir hugvit og hefur leitt af sér þekkingarsamfélag sem er engu líkt. Heimili LinkedIn, Apple og Facebook – hugbúnaðarfyrirtækja sem skapað hafa hafa nýjar víddir í samskiptum þvert á ríki. Eftir fjölda funda með fjárfestingasjóðum, tæknifyrirtækjum og stjórnmálamönnum yfirgaf ég dalinn og hélt til þáverandi starfa í Boston, með aukna þekkingu og tengsl í farteskinu. Hugsunin sem dvaldi í huga mér var þó þessi staður í Kaliforníu. Hvernig gat hann þróast með þeim hætti að hvert einasta mannsbarn tengir hann við tækniþróun og framsýni? Hollywood-tæknigeirans. Staðurinn þar sem hlutirnir gerast. Örútgáfur Kísildalsins á Íslandi Nokkru síðar var ég í heimsókn á Íslandi og átti leið um Reykjanesið með fjölskyldunni. Sólin var heldur lægra á lofti en í Kaliforníu, en eftir því sem við siluðumst áfram í vetrarsólinni glampaði á fyrirtækin í hrauninu. Fyrst, við hlið jarðhitavirkjunarinnar í Svartsengi, birtist Bláa lónið - sem við þekkjum flest fyrir að hafa þróað meðferð við psoriasis og unnið snyrtivörur fyrir alþjóðamarkað. Þar á eftir sáum við Carbon Recycling, sem framleiðir grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Þá birtist ORF líftækni, sem þróað hefur vaxtaþætti meðal annars fyrir læknisfræðirannsóknir, og Haustak, sem þurrkar og flytur út margs konar fiskafurðir. Svona hélt ferðalagið áfram og aðdáun mín jókst því allt eru þettaverkefni sem auka verðmæti gulls okkar Íslendinga; jarðhitans. Við þessa heildarmynd rann upp fyrir mér að Kísildalurinn er ekki bara í norður Kaliforníu – heldur eru svokallaðar örútgáfur af honum hér í norðri á Íslandinu góða. Ekki nóg með það að Reykjanesið sé eingöngu undir heldur eru dalirnir tveir: Auðlindagarðurinn HS Orku á Reykjanesi sem er meðal annarsheimili ofangreindra fyrirtækja, og auðlindagarður ON, þar sem tæknifyrirtækin Carbfix og Climeworks hafa þegar vakið athygli á heimsvísu, og geta orðið mikilvægar tæknilausnir fyrir loftslagsbreytingar. Sýn sem sem skapar tækifæri Á sama hátt og Kísildalurinn eini sanni dregur saman fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þá draga auðlindagarðarnir hér á landi að sér fyrirtæki og frumkvöðla sem auka verðmæti jarðhitaauðlindarinnar og skapa þekkingu um leið. Hliðstæð sóknarfæri, sem styttra eru komin, eru verkefni Landsvirkjunar við Kröflu þar sem tækniþróun og háskólasamvinna á mikið inni. Þessir mögnuðu garðar – sem ættu í raun að vera á allra vörum en allt of fáir utan geirans þekkja – eiga þó langt í land að verða raunverulegir „kísildalir“. En með því því að hugsa um möguleikana og stefna í slíka átt saman gæti Ísland orðið heilt yfir, að slíkum segli. Slík stefnumótunmótaði einmitt árangur Kísildals Kaliforníu. Á árunum eftir seinna stríð tapaði svæðið hæfileikafólki á brott eftir háskólanám. Stóran hluta í að breyta þessu átti prófessor Frederick Terman við Stanford. Sýn hans leiddi til þess að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukinn og sérstakur iðngarður stofnaður á háskólasvæðinu. Dæmi um aðila sem settust að í garðinum voru stofnendur Hewlett Packard, og síðar Intel sem framleiðir örgjörva - en kísilnotkun í tölvutækni er einmitt ástæða nafngiftar dalsins. Á sama tíma og auðlindagarðarnir hér heima auka smám saman vægi sitt með leiðtogum ólíkra verkefna er einnig aðdáunarvert að sjá áherslu á hringrás, nýtni og nýsköpun í orkugeiranum aukast, meðal annars vegna stefnumótandi áherslu og stuðningi frá aðilum líkt og Icelandic Startups, Bláma og Rannís. Nýjasta og áhugaverðasta dæmið er þó áform þess efnis að breyta skuli draugahúsi Helguvíkur í fjölbreyttan grænan iðngarð með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Þannig sýn virkar sem áburður á íslensku auðlindagarðana og dregur að sér hugvit og fjármagn. Þannig sýn eflir unga fólkið okkar og tækifæri þess. Þannig sýn styður einnig að Ísland verði staðurinn fyrir lausnir sem skipta máli; ekki bara hér í norðri heldur þvert á ríki, líkt og þær sem fæðast í Kísildal norður Kaliforníu. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Mekka hátækniþróunar sem virkar eins og segull fyrir hugvit og hefur leitt af sér þekkingarsamfélag sem er engu líkt. Heimili LinkedIn, Apple og Facebook – hugbúnaðarfyrirtækja sem skapað hafa hafa nýjar víddir í samskiptum þvert á ríki. Eftir fjölda funda með fjárfestingasjóðum, tæknifyrirtækjum og stjórnmálamönnum yfirgaf ég dalinn og hélt til þáverandi starfa í Boston, með aukna þekkingu og tengsl í farteskinu. Hugsunin sem dvaldi í huga mér var þó þessi staður í Kaliforníu. Hvernig gat hann þróast með þeim hætti að hvert einasta mannsbarn tengir hann við tækniþróun og framsýni? Hollywood-tæknigeirans. Staðurinn þar sem hlutirnir gerast. Örútgáfur Kísildalsins á Íslandi Nokkru síðar var ég í heimsókn á Íslandi og átti leið um Reykjanesið með fjölskyldunni. Sólin var heldur lægra á lofti en í Kaliforníu, en eftir því sem við siluðumst áfram í vetrarsólinni glampaði á fyrirtækin í hrauninu. Fyrst, við hlið jarðhitavirkjunarinnar í Svartsengi, birtist Bláa lónið - sem við þekkjum flest fyrir að hafa þróað meðferð við psoriasis og unnið snyrtivörur fyrir alþjóðamarkað. Þar á eftir sáum við Carbon Recycling, sem framleiðir grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Þá birtist ORF líftækni, sem þróað hefur vaxtaþætti meðal annars fyrir læknisfræðirannsóknir, og Haustak, sem þurrkar og flytur út margs konar fiskafurðir. Svona hélt ferðalagið áfram og aðdáun mín jókst því allt eru þettaverkefni sem auka verðmæti gulls okkar Íslendinga; jarðhitans. Við þessa heildarmynd rann upp fyrir mér að Kísildalurinn er ekki bara í norður Kaliforníu – heldur eru svokallaðar örútgáfur af honum hér í norðri á Íslandinu góða. Ekki nóg með það að Reykjanesið sé eingöngu undir heldur eru dalirnir tveir: Auðlindagarðurinn HS Orku á Reykjanesi sem er meðal annarsheimili ofangreindra fyrirtækja, og auðlindagarður ON, þar sem tæknifyrirtækin Carbfix og Climeworks hafa þegar vakið athygli á heimsvísu, og geta orðið mikilvægar tæknilausnir fyrir loftslagsbreytingar. Sýn sem sem skapar tækifæri Á sama hátt og Kísildalurinn eini sanni dregur saman fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þá draga auðlindagarðarnir hér á landi að sér fyrirtæki og frumkvöðla sem auka verðmæti jarðhitaauðlindarinnar og skapa þekkingu um leið. Hliðstæð sóknarfæri, sem styttra eru komin, eru verkefni Landsvirkjunar við Kröflu þar sem tækniþróun og háskólasamvinna á mikið inni. Þessir mögnuðu garðar – sem ættu í raun að vera á allra vörum en allt of fáir utan geirans þekkja – eiga þó langt í land að verða raunverulegir „kísildalir“. En með því því að hugsa um möguleikana og stefna í slíka átt saman gæti Ísland orðið heilt yfir, að slíkum segli. Slík stefnumótunmótaði einmitt árangur Kísildals Kaliforníu. Á árunum eftir seinna stríð tapaði svæðið hæfileikafólki á brott eftir háskólanám. Stóran hluta í að breyta þessu átti prófessor Frederick Terman við Stanford. Sýn hans leiddi til þess að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukinn og sérstakur iðngarður stofnaður á háskólasvæðinu. Dæmi um aðila sem settust að í garðinum voru stofnendur Hewlett Packard, og síðar Intel sem framleiðir örgjörva - en kísilnotkun í tölvutækni er einmitt ástæða nafngiftar dalsins. Á sama tíma og auðlindagarðarnir hér heima auka smám saman vægi sitt með leiðtogum ólíkra verkefna er einnig aðdáunarvert að sjá áherslu á hringrás, nýtni og nýsköpun í orkugeiranum aukast, meðal annars vegna stefnumótandi áherslu og stuðningi frá aðilum líkt og Icelandic Startups, Bláma og Rannís. Nýjasta og áhugaverðasta dæmið er þó áform þess efnis að breyta skuli draugahúsi Helguvíkur í fjölbreyttan grænan iðngarð með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Þannig sýn virkar sem áburður á íslensku auðlindagarðana og dregur að sér hugvit og fjármagn. Þannig sýn eflir unga fólkið okkar og tækifæri þess. Þannig sýn styður einnig að Ísland verði staðurinn fyrir lausnir sem skipta máli; ekki bara hér í norðri heldur þvert á ríki, líkt og þær sem fæðast í Kísildal norður Kaliforníu. Höfundur er orkumálastjóri.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun