Samkeppni – fyrir lýðræðið Oddný Harðardóttir skrifar 1. október 2023 14:01 Íslendingar voru 100 árum á eftir Bandaríkjamönnum að setja samkeppnislög. Í Bandaríkjunum var litið á það sem vandamál að í mikilvægum atvinnugreinum væri eitt fyrirtæki eða samsteypa fyrirtækja ráðandi á markaði. Þessu varð að bregðast við og samkeppnislögin sáu til þess að einokunin og fákeppnin yrði brotin á bak aftur. Í kjölfarið bötnuðu lífskjör og efnahagur Bandaríkjamanna til muna. Það var ekki aðeins mikilvægi þess að markaðir væru skilvirkir og neytendur væru varðir fyrir fákeppni sem hvöttu Bandaríkjamenn áfram svo löngu á undan öðrum, heldur ekki síður það að fákeppninni fylgdi samþjöppun valds og áhrifa sem talin var ógna lýðræðinu. Það var í þessum anda sem Bandaríkjamenn beittu sér fyrir því eftir síðari heimstyrjöldina að stórfyrirtækjum yrði skipt upp í Japan og Japanir tækju upp samkeppnislög. Svipað gerðist í Þýskalandi eftir stríð. Þetta lagði grunninn að endurreisn eftir síðari heimsstyrjöldina og mikilli efnahagslegri velgengni bæði í Japan og Þýsakalandi. Bandaríkjamenn voru sannfærðir um að ekki væri hægt að tryggja frið nema með lýðræði og öflugu samkeppniseftirliti. Þetta tvennt héldist í hendur. Við Íslendingar búum við fákeppni á flestum lykilmörkuðum. Við þekkjum áhrif og völd stórra fyrirtækja sem nánast stýra heilu byggðalögunum. Sveitarstjórnir telja sig jafnvel verða að beygja sig fyrir stóru allsráðandi fyrirtækjunum sem oft eru jafnframt velgjörðamenn byggðalaga, almennings sem styrkja íþróttafélög og byggingu íþróttamannvirkja svo algeng dæmi séu tekin. Við þekkjum áhrifin sem stór fyrirtæki vilja sækja sér innan stjórnmálaflokka, m.a. með fjárframlögum. ESB og EES Nú um stundir er horft til yfirburðarstöðu fyrirtækja líkt og Google, Facebook og Apple og umræða bæði stjórnmálamanna og fræðimanna æ algengari um að þau fyrirtæki geti með stöðu sinni ógnað lýðræðinu ásamt því að vera efnahagslífinu skaðleg. Bandaríkin sem áður voru í forystu í samkeppnismálum hafa nú dregist aftur úr en ESB sótt í sig veðrið. Dæmi um þetta er heilbrigðisþjónustan í Bandaríkjunum sem er mikið dýrari en í Evrópu og nær einungis til þess hluta þjóðarinnar sem hefur efni á henni. Sérhagsmunaöfl hafa gætt þess að aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé háð efnahag Bandaríkjamanna. Samkeppnislöggjöfin íslenska 1993 var hluti af undirbúningi aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES höfum við fengið neytendavernd sem við nytum ekki án aðildar að EES. Á næstunni munum við vonandi taka upp ESB tilskipanir frá árinu 2014, um viðurlög við samkeppnisbrotum og um leiðir fyrir neytendur til að sækja rétt sinn þegar samkeppnislög hafa verið brotin. Vegna EES samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki að öllu leyti látið undan þrýstingi sérhagsmuna og veikt samkeppniseftirlitið. Mörg dæmi eru til um ákvarðanir sem teknar voru fyrir EES samninginn þar sem miklir almannahagsmunir voru í húfi en sérhagsmuna var frekar gætt. Sú pólitíska ákvörðun um að gefa fiskveiðikvótann frekar en að leigja hann út gegn fullu gjaldi er dæmi um ákvörðun þar sem jafnræði og hagur almennings var fótum troðinn. Sérhagsmunaöflin í sjávarútvegi og stjórnmálaflokkar sem fyrir þau vinna hafa ætíð haft betur við tilraunir til að vinda ofan af óréttlætinu. Dæmi um leynileg verðsamráð og aðgerðir til að koma samkeppnisaðila af markaði eru mörg hér á landi, allt of mörg. Þau hafa fundist í fjármála- og bankamarkaðnum, á matvörumarkaði, fjarskiptamarkaði, eldsneytismarkaði, byggingarvörumarkaði, flutningamarkaði, póstmarkaði, flugmarkaði, í landbúnaði og í upplýsingatækni. Alls staðar brotið á neytendum og smærri fyrirtækjum. Á síðasta kjörtímabili samþykktu stjórnarflokkarnir breytingar á samkeppnislögum til veikingar á eftirlitinu. Við í stjórnarandstöðunni komum þá í veg fyrir að lögin urðu jafn skaðleg og ríkisstjórnin vildi. Í íslensku viðskiptalífi hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun valds og áhrifa. Rökin fyrir sterku samkeppniseftirliti varða ekki einungis skilvirkni markaða heldur einnig vörn fyrir lýðræðið. Lýðræðinu stendur augljós ógn af of stórum fyrirtækjum sem nýta styrk sinn gegn neytendum og smærri fyrirtækjum. Hart er sótt að Samkeppniseftirlitinu þessa dagana. Almenningur þarf að standa vörð um sinn hag og standa með öflugu samkeppniseftirliti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslendingar voru 100 árum á eftir Bandaríkjamönnum að setja samkeppnislög. Í Bandaríkjunum var litið á það sem vandamál að í mikilvægum atvinnugreinum væri eitt fyrirtæki eða samsteypa fyrirtækja ráðandi á markaði. Þessu varð að bregðast við og samkeppnislögin sáu til þess að einokunin og fákeppnin yrði brotin á bak aftur. Í kjölfarið bötnuðu lífskjör og efnahagur Bandaríkjamanna til muna. Það var ekki aðeins mikilvægi þess að markaðir væru skilvirkir og neytendur væru varðir fyrir fákeppni sem hvöttu Bandaríkjamenn áfram svo löngu á undan öðrum, heldur ekki síður það að fákeppninni fylgdi samþjöppun valds og áhrifa sem talin var ógna lýðræðinu. Það var í þessum anda sem Bandaríkjamenn beittu sér fyrir því eftir síðari heimstyrjöldina að stórfyrirtækjum yrði skipt upp í Japan og Japanir tækju upp samkeppnislög. Svipað gerðist í Þýskalandi eftir stríð. Þetta lagði grunninn að endurreisn eftir síðari heimsstyrjöldina og mikilli efnahagslegri velgengni bæði í Japan og Þýsakalandi. Bandaríkjamenn voru sannfærðir um að ekki væri hægt að tryggja frið nema með lýðræði og öflugu samkeppniseftirliti. Þetta tvennt héldist í hendur. Við Íslendingar búum við fákeppni á flestum lykilmörkuðum. Við þekkjum áhrif og völd stórra fyrirtækja sem nánast stýra heilu byggðalögunum. Sveitarstjórnir telja sig jafnvel verða að beygja sig fyrir stóru allsráðandi fyrirtækjunum sem oft eru jafnframt velgjörðamenn byggðalaga, almennings sem styrkja íþróttafélög og byggingu íþróttamannvirkja svo algeng dæmi séu tekin. Við þekkjum áhrifin sem stór fyrirtæki vilja sækja sér innan stjórnmálaflokka, m.a. með fjárframlögum. ESB og EES Nú um stundir er horft til yfirburðarstöðu fyrirtækja líkt og Google, Facebook og Apple og umræða bæði stjórnmálamanna og fræðimanna æ algengari um að þau fyrirtæki geti með stöðu sinni ógnað lýðræðinu ásamt því að vera efnahagslífinu skaðleg. Bandaríkin sem áður voru í forystu í samkeppnismálum hafa nú dregist aftur úr en ESB sótt í sig veðrið. Dæmi um þetta er heilbrigðisþjónustan í Bandaríkjunum sem er mikið dýrari en í Evrópu og nær einungis til þess hluta þjóðarinnar sem hefur efni á henni. Sérhagsmunaöfl hafa gætt þess að aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé háð efnahag Bandaríkjamanna. Samkeppnislöggjöfin íslenska 1993 var hluti af undirbúningi aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES höfum við fengið neytendavernd sem við nytum ekki án aðildar að EES. Á næstunni munum við vonandi taka upp ESB tilskipanir frá árinu 2014, um viðurlög við samkeppnisbrotum og um leiðir fyrir neytendur til að sækja rétt sinn þegar samkeppnislög hafa verið brotin. Vegna EES samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki að öllu leyti látið undan þrýstingi sérhagsmuna og veikt samkeppniseftirlitið. Mörg dæmi eru til um ákvarðanir sem teknar voru fyrir EES samninginn þar sem miklir almannahagsmunir voru í húfi en sérhagsmuna var frekar gætt. Sú pólitíska ákvörðun um að gefa fiskveiðikvótann frekar en að leigja hann út gegn fullu gjaldi er dæmi um ákvörðun þar sem jafnræði og hagur almennings var fótum troðinn. Sérhagsmunaöflin í sjávarútvegi og stjórnmálaflokkar sem fyrir þau vinna hafa ætíð haft betur við tilraunir til að vinda ofan af óréttlætinu. Dæmi um leynileg verðsamráð og aðgerðir til að koma samkeppnisaðila af markaði eru mörg hér á landi, allt of mörg. Þau hafa fundist í fjármála- og bankamarkaðnum, á matvörumarkaði, fjarskiptamarkaði, eldsneytismarkaði, byggingarvörumarkaði, flutningamarkaði, póstmarkaði, flugmarkaði, í landbúnaði og í upplýsingatækni. Alls staðar brotið á neytendum og smærri fyrirtækjum. Á síðasta kjörtímabili samþykktu stjórnarflokkarnir breytingar á samkeppnislögum til veikingar á eftirlitinu. Við í stjórnarandstöðunni komum þá í veg fyrir að lögin urðu jafn skaðleg og ríkisstjórnin vildi. Í íslensku viðskiptalífi hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun valds og áhrifa. Rökin fyrir sterku samkeppniseftirliti varða ekki einungis skilvirkni markaða heldur einnig vörn fyrir lýðræðið. Lýðræðinu stendur augljós ógn af of stórum fyrirtækjum sem nýta styrk sinn gegn neytendum og smærri fyrirtækjum. Hart er sótt að Samkeppniseftirlitinu þessa dagana. Almenningur þarf að standa vörð um sinn hag og standa með öflugu samkeppniseftirliti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun