Gekkst við „bossapartýi“ á leikskóla Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2023 16:22 Brotin áttu sér stað við leikskóla sumarið 2022. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot og kynferðislega áreitni gegn barni Ákvörðun um refsingu mannsins hefur verið frestað, og mun falla niður að fimm árum liðnum, en honum var gert að greiða þremur börnum miskabætur. Samkvæmt heimildum fréttastofu áttu brotin sér stað við leikskóla í Kópavogi. Þau áttu sér stað sumarið 2022. Maðurinn var ákærður fyrir að fá þrjú börn til að gyrða niður um sig og sýna á sér rassinn og gyrða niður um sjálfan sig og sýna börnunum rassinn á sér. Þetta hafi verið nefnt „bossapartý“. Í ákæru segir að maðurinn hafi með þessu sært blygðunarsemi barnanna og sýnt þeim ósiðlegt athæfi. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn sama barninu tvisvar. Í fyrra skiptið með því að nudda rassinn á barninu utanklæða og í seinna skiptið með því að fara innundir nærbuxur barnsins og káfa á kynfærum þess. Maðurinn játaði sök afdráttarlaust. Fram kom að hann hefur leitað sér aðstoðar í kjölfar brota sinna og þá segir að hann iðrist gjörða sinna. Hann er með hreinan sakaferil að baki. Í dómi segir að öll þau atriði horfi til refsimildunar. Með vísan til ungs aldurs mannsins og öllum atvikum málsins var ákveðið að ákvörðun um refsingu yrði frestað. Hún mun síðan falla niður að fimm árum liðnum. Foreldrar barnanna þriggja kröfðust miskabóta. Ein þeirra hljóðaði upp á tvær og hálfa milljón króna, en hinar tvær voru báðar upp á eina og hálfa milljón. Maðurinn gekkst við bótaskyldu en mótmælti fjárhæðunum. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að atvikið hafi valdið börnunum varanlegum miska. Því hefur manninum verið gert að greiða tveimur börnunum 50 þúsund krónur hvoru um sig. Og þriðja barninu 200 þúsund krónur. Dómsmál Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu áttu brotin sér stað við leikskóla í Kópavogi. Þau áttu sér stað sumarið 2022. Maðurinn var ákærður fyrir að fá þrjú börn til að gyrða niður um sig og sýna á sér rassinn og gyrða niður um sjálfan sig og sýna börnunum rassinn á sér. Þetta hafi verið nefnt „bossapartý“. Í ákæru segir að maðurinn hafi með þessu sært blygðunarsemi barnanna og sýnt þeim ósiðlegt athæfi. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn sama barninu tvisvar. Í fyrra skiptið með því að nudda rassinn á barninu utanklæða og í seinna skiptið með því að fara innundir nærbuxur barnsins og káfa á kynfærum þess. Maðurinn játaði sök afdráttarlaust. Fram kom að hann hefur leitað sér aðstoðar í kjölfar brota sinna og þá segir að hann iðrist gjörða sinna. Hann er með hreinan sakaferil að baki. Í dómi segir að öll þau atriði horfi til refsimildunar. Með vísan til ungs aldurs mannsins og öllum atvikum málsins var ákveðið að ákvörðun um refsingu yrði frestað. Hún mun síðan falla niður að fimm árum liðnum. Foreldrar barnanna þriggja kröfðust miskabóta. Ein þeirra hljóðaði upp á tvær og hálfa milljón króna, en hinar tvær voru báðar upp á eina og hálfa milljón. Maðurinn gekkst við bótaskyldu en mótmælti fjárhæðunum. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að atvikið hafi valdið börnunum varanlegum miska. Því hefur manninum verið gert að greiða tveimur börnunum 50 þúsund krónur hvoru um sig. Og þriðja barninu 200 þúsund krónur.
Dómsmál Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira