Körfubolti

Embi­id mun spila fyrir Banda­ríkin á Ólympíu­leikunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gat valið milli þess að spila fyrir Kamerún, Frakkland og Bandaríkin.
Gat valið milli þess að spila fyrir Kamerún, Frakkland og Bandaríkin. Mitchell Leff/Getty Images

Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ákveðið að spila fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikunum á næsta ári en hann á rætur að rekja til Frakklands og Kamerún.

Hinn 29 ára gamli Embiid fæddist í Kamerún en flutti ungur að árum til Bandaríkjanna. Árið 2014 valdi Philadelphia hann í nýliðavalinu og þar hefur hann verið allar götur síðan. Eftir afhroð Bandaríkjanna á HM í körfubolta í sumar þá hafa nærri allar stjörnur deildarinnar gefið út að þær muni rífa fram landsliðsskóna til að landa sigri á Ólympíuleikunum á næsta ári.

Ekki var talið að Embiid yrði meðal þeirra sem myndu spila fyrir Bandaríkjanna en nú herma öruggur heimildir að hann hafi ákveðið að slá til og spila með þeim LeBron James, Stephen Curry og öðrum stórstjörnum NBA-deildarinnar.

Embiid var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðasta tímabili. 76ers fór í undanúrslit Austurdeildar þar sem liðið féll úr leik eftir tap í oddaleik gegn Boston Celtics.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×