Skrum um ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 5. október 2023 18:31 Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Margir hafa stígið fram undanfarið og telja sig vera búna að finna hinn fullkomna sökudólg og rót allra hremminga samfélagsins - það er ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Það er auðvitað frábært, að í stað þess að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, sem jafnvel krefjast einhvers af manni sjálfum, að finna einfalda skýringu og um leið sameiginlegan óvin til að skella skuldinni á. Jafnt lærðir sem leikir hafa í ræðu og riti beint spjótum sínum að ferðaþjónustu og rakið til hennar meðal annars húsnæðisvandann, ofþenslu í hagkerfinu, of mikla einkaneyslu, of hátt atvinnustig, hnignun íslenskunnar og nú síðast var hún gerð ábyrg fyrir atgervisflótta úr landbúnaði. Á morgunvakt Rásar eitt síðastliðinn þriðjudag steig hinn afkastamikli greinandi Þórður Snær Júlíusson fram og talaði fjálglega um „lágframleiðni greinina“ ferðaþjónustu og að sú krafa væri gerð til almennings, að hún drægi úr neyslu sinni til að „koma ferðaþjónustunni fyrir“. Það væru mistök, að ekki væri búið að setja „hömlur“ og „gjöld“ á greinina. Ferðaþjónustan var stærri árið 2018, án verðbólguvandræða Ferðaþjónustan hefur vissulega vaxið hratt eftir að heimsfaraldri lauk, sem var markmið stjórnvalda líkt og atvinnugreinarinnar. Endurreisn ferðaþjónustunnar var og er lykilþáttur í endurreisn hagkerfisins eftir samdráttinn, sem varð þá. Hins vegar hefur hún ekki enn náð þeim hæðum hvað varðar fjölda ferðamanna, sem raunin var metárið 2018. Ekki minnist ég þess að hún hafi á því ári og árunum meðan á hinum mikla vexti hennar stóð, valdið jafnmiklum usla og vandræðum og hún er sögð gera núna. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að aðrir þættir efnahagsmála hafi verið með öðrum hætti þá? Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna virðist haldast vel í hendur og ekki skýra hvers vegna verðbólga er meiri nú en árin 2015 til 2018. Fjöldi einstaklinga starfandi í aðalstarfi í júní árið 2018 var 31.500 en er nú árið 2023 um 30.100. Atvinnugreinin er jafnframt betur í stakk búin til að taka á móti sama fjölda gesta og áður. Fjöldi erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins árið 2018 var 1,3 milljónir, nú árið 2023 var sá fjöldi 1,2 milljónir á sama tímabili. Innviðir eru enn til staðar og uppbygging þeirra er enn og hefur verið í hóflegum vexti. Því liggur fyrir að umsvif ferðaþjónustu hér á landi eru að minnsta kosti ekki meiri nú en árið 2018, án verðbólguvandræða. Að sjálfsögðu hefur jafn stór atvinnugrein og ferðaþjónustan er áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Sum góð, önnur ekki eins góð. Nákvæmlega eins og aðrar atvinnugreinar gera. En það að gera hana ábyrga fyrir efnahagsástandinu og öllu hinu veseninu er fullkomlega galið og ekkert annað en lýðskrum af verstu sort. Fullyrðingar rifnar úr samhengi og enginn látinn rökstyðja. Ferðaþjónusta skapar tækifæri um land allt Ferðaþjónustan reif okkur upp úr öldudal eftirhrunsáranna og byggði upp myndarlegan gjaldeyrisforða, sem hefur á undanförnum árum viðhaldið stöðugleika og skapað aukið traust á efnahag landsins. Ferðaþjónusta hefur reynst besta byggðastefna sögunnar og stutt myndarlega við brothættar byggðir með því að skapa tækifæri fyrir fjárfestingu og atvinnusköpun um land allt. Ferðaþjónusta skapar tugþúsundir beinna og óbeinna starfa þvert á atvinnugreinar. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir frábærum samgöngum Íslands við umheiminn. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir gríðarlegri fjölbreytni í veitingarekstri og afþreyingu um land allt. Á þessum víðsjárverðu tímum, sem við lifum nú má færa sterk rök fyrir því að það sé fyrst og fremst ferðaþjónusta sem, gegn eigin hagsmunum, hefur stutt við krónuna og komið í veg fyrir veikingu hennar. Þannig hefur ferðaþjónustan beinlínis unnið gegn verðbólgu sem að öðrum kosti hefði verið enn meiri. Erum við tilbúin til að kippa fótunum undan öllum þessu jákvæðu áhrifum með því að beita arfavitlausum meðulum á rangan sjúkling? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Bjarnheiður Hallsdóttir Verðlag Vinnumarkaður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Margir hafa stígið fram undanfarið og telja sig vera búna að finna hinn fullkomna sökudólg og rót allra hremminga samfélagsins - það er ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Það er auðvitað frábært, að í stað þess að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, sem jafnvel krefjast einhvers af manni sjálfum, að finna einfalda skýringu og um leið sameiginlegan óvin til að skella skuldinni á. Jafnt lærðir sem leikir hafa í ræðu og riti beint spjótum sínum að ferðaþjónustu og rakið til hennar meðal annars húsnæðisvandann, ofþenslu í hagkerfinu, of mikla einkaneyslu, of hátt atvinnustig, hnignun íslenskunnar og nú síðast var hún gerð ábyrg fyrir atgervisflótta úr landbúnaði. Á morgunvakt Rásar eitt síðastliðinn þriðjudag steig hinn afkastamikli greinandi Þórður Snær Júlíusson fram og talaði fjálglega um „lágframleiðni greinina“ ferðaþjónustu og að sú krafa væri gerð til almennings, að hún drægi úr neyslu sinni til að „koma ferðaþjónustunni fyrir“. Það væru mistök, að ekki væri búið að setja „hömlur“ og „gjöld“ á greinina. Ferðaþjónustan var stærri árið 2018, án verðbólguvandræða Ferðaþjónustan hefur vissulega vaxið hratt eftir að heimsfaraldri lauk, sem var markmið stjórnvalda líkt og atvinnugreinarinnar. Endurreisn ferðaþjónustunnar var og er lykilþáttur í endurreisn hagkerfisins eftir samdráttinn, sem varð þá. Hins vegar hefur hún ekki enn náð þeim hæðum hvað varðar fjölda ferðamanna, sem raunin var metárið 2018. Ekki minnist ég þess að hún hafi á því ári og árunum meðan á hinum mikla vexti hennar stóð, valdið jafnmiklum usla og vandræðum og hún er sögð gera núna. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að aðrir þættir efnahagsmála hafi verið með öðrum hætti þá? Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna virðist haldast vel í hendur og ekki skýra hvers vegna verðbólga er meiri nú en árin 2015 til 2018. Fjöldi einstaklinga starfandi í aðalstarfi í júní árið 2018 var 31.500 en er nú árið 2023 um 30.100. Atvinnugreinin er jafnframt betur í stakk búin til að taka á móti sama fjölda gesta og áður. Fjöldi erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins árið 2018 var 1,3 milljónir, nú árið 2023 var sá fjöldi 1,2 milljónir á sama tímabili. Innviðir eru enn til staðar og uppbygging þeirra er enn og hefur verið í hóflegum vexti. Því liggur fyrir að umsvif ferðaþjónustu hér á landi eru að minnsta kosti ekki meiri nú en árið 2018, án verðbólguvandræða. Að sjálfsögðu hefur jafn stór atvinnugrein og ferðaþjónustan er áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Sum góð, önnur ekki eins góð. Nákvæmlega eins og aðrar atvinnugreinar gera. En það að gera hana ábyrga fyrir efnahagsástandinu og öllu hinu veseninu er fullkomlega galið og ekkert annað en lýðskrum af verstu sort. Fullyrðingar rifnar úr samhengi og enginn látinn rökstyðja. Ferðaþjónusta skapar tækifæri um land allt Ferðaþjónustan reif okkur upp úr öldudal eftirhrunsáranna og byggði upp myndarlegan gjaldeyrisforða, sem hefur á undanförnum árum viðhaldið stöðugleika og skapað aukið traust á efnahag landsins. Ferðaþjónusta hefur reynst besta byggðastefna sögunnar og stutt myndarlega við brothættar byggðir með því að skapa tækifæri fyrir fjárfestingu og atvinnusköpun um land allt. Ferðaþjónusta skapar tugþúsundir beinna og óbeinna starfa þvert á atvinnugreinar. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir frábærum samgöngum Íslands við umheiminn. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir gríðarlegri fjölbreytni í veitingarekstri og afþreyingu um land allt. Á þessum víðsjárverðu tímum, sem við lifum nú má færa sterk rök fyrir því að það sé fyrst og fremst ferðaþjónusta sem, gegn eigin hagsmunum, hefur stutt við krónuna og komið í veg fyrir veikingu hennar. Þannig hefur ferðaþjónustan beinlínis unnið gegn verðbólgu sem að öðrum kosti hefði verið enn meiri. Erum við tilbúin til að kippa fótunum undan öllum þessu jákvæðu áhrifum með því að beita arfavitlausum meðulum á rangan sjúkling? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar