Auðlindir hafsins Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. október 2023 08:31 Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Sjávarútvegur Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun