Kúrdíski refurinn sem skelfir Svía sagður handtekinn í Íran Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2023 20:33 Kúrdíski refurinn, Rawa Majid. Sænska lögreglan Rawa Majid, oft nefndur kúrdíski refurinn og höfuð Foxtrot-glæpahringsins í Svíþjóð, er sagður hafa verið handtekinn á landamærunum á leið yfir landamærin til Íran á föstudag. Sænska ríkissjónvarpið hefur þetta eftir heimildum sínum. Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT. Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT.
Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04
Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46