Útrýma eitraðri vinnustaðamenningu með örfræðslu og leikjum Lovísa Arnardóttir skrifar 9. október 2023 10:29 Þórey segir að Alda hjálpi fyrirtækjum með yfrsýn og að tryggja fjölbreytileika og koma í veg fyrir eitraða vinnustaðamenningu. Vísir/Sigurjón Með örfræðslu, farsímaleikjum og spurningalista ætlar fyrirtækið Empower að útrýma eitraðri vinnustaðamenningu. Nýsköpunarfyrirtækið Empower setti nýlega hugbúnaðarlausnina Öldu á markað. Hugbúnaðarlausninni er ætlað að útrýma eitraðri vinnustaðamenningu, tryggja inngildingu og að hjálpa vinnustöðum að ná hámarksárangri með fjölbreyttum teymum. Hugbúnaðurinn var þróaður og prófaður á Íslandi og býður upp á mælaborð, kannanir, markmiðasetningu, örfræðslu og aðgerðaráætlanir sérsniðna með gervigreind. „Við gerum það með því að hjálpa fyrirtækjum að ná yfirsýn yfir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Empower en það gera þau með mælaborði á heimasíðu sinni og fjölbreyttum verkefnum sem standa fyrirtækjunum til boða. Þórey og Sigyn eru stofnendur Empower. Vísir/Sigurjón Hægt er að kalla fram gögn á mælaborði og fylgjast með þróuninni samhliða innleiðingu á breytingum. Byggt á þeim mælingum geta stjórnendur fyrirtækja og stofnana sett sér markmið og kallað eftir aðgerðaráætlunum sem eru sérsniðnar af gervigreind Þórey hefur um árabil sinnt jafnréttisfræðslu í stofnunum og fyrirtækjum og segir að hún hafi verið farin að merkja gat á markaði. Þörf sem ekki var verið að uppfylla og telur að Alda mæti þeirri þörf. „Þetta eru tvær eða þrjár mínútur í einu þar sem er verið að fræða um fjölbreytileika og hvernig við getum gert vinnustaðinn meira inngildandi. Þetta er frá áhrifum frá TikTok og Instagram og þannig erum við að gera efni sem er eins og það sem við sjálf viljum sækja okkur,“ segir Þórey en sem dæmi um það efni sem er í boði eru farsímaleikir þar sem fólk er spurt um upplifun sína á vinnustað, eins og hvort þau hafi þurft að breyta nafni sínu, svara fyrir allt kyn sitt eða kynþátt eða hvort það hafi þurft að fela sitt sanna sjálf vegna fordóma. Alda nálgast viðfangsefnin á ólíkan hátt og tekur örfræðslan á sig ýmsar myndir, svo sem í formi tölvuleikja, myndbanda og teiknimyndasagna svo fátt eitt sé nefnt. Örfræðslur Öldu fjalla meðal annars um persónufornöfn, forréttindafirringu og kynslóðabil á vinnustöðum. Þá eru allir starfsmenn beðnir um að svara spurningalista, sem er ekki rekjanlegur, þannig fyrirtækin hafi meiri upplýsingar um starfsfólk sitt og geti aðlagað fræðslu og vinnustaðinn að starfsfólki sínu. Hugbúnaðurinn er hugsaður sem heildræn nálgun fyrir stjórnendur til að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu með hjálp fjölbreytta teyma. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Háskóli Íslands, Samtökin 78, og Þroskahjálp en þau aðstoðuðu meðal annars við að útbúa spurningarnar sem eru í leiknum. Stefna á markað í Evrópu og Bandaríkjunum Þórey segir hugbúnaðinn í stöðugri þróun. Það sé hægt að bæta við spurningum í leikinn og tungumálum þannig að efnið sé aðgengilegt sem flestum. Eins og stendur er það núna á íslensku, ensku og pólsku. „Við erum alltaf að gæta þess að fylgjast með nýjustu rannsóknum og því nýjasta sem er að gerast til að tryggja að við séum ekki að skilja neina hópa út undan. Við erum alltaf að passa okkur á því. Það er mjög mikilvægt,“ segir Þórey en markmið Empower er að koma lausninni á markað í bæði Evrópu og Bandaríkjunum. Búið er að taka fyrstu skrefin í Evrópu en stefnt er á Bandaríkin eftir áramót. Á síðastliðnu ári tryggði Empower sér 300 milljón króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin. Í desember í fyrra tryggði fyrirtækið sér 50 milljón króna styrk frá Tækniþróunarsjóði. Í dag eru starfandi 15 í Alda-teyminu en það samanstendur af hugbúnaðarsérfræðingum, sérfræðingum í jafnrétti og fjölbreytni, hönnuðum, sölu- og markaðsfólki. Nýsköpun Tækni Jafnréttismál Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Adda og Hanna til Empower Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. 30. nóvember 2022 08:34 Metfjöldi íslenskra fyrirtækja á tækniráðstefnu í Helsinki Sprota- og tækniráðstefnan Slush fer fram um þessar mundir í Helsinki í Finnlandi. Fulltrúar frá 65 íslenskum fyrirtækjum eru staddir þar úti en aldrei hafa jafn mörg fyrirtæki sent fulltrúa á ráðstefnuna. Rúmlega hundrað Íslendingar skipta sendinefndina. 17. nóvember 2022 11:17 Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. 27. október 2022 11:22 Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag. 24. júní 2022 07:00 Sigyn til Empower Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower þar sem hún mun leiða þróun jafnréttishugbúnaðarins Empower Now. 21. júní 2022 09:53 Kvenkyns stjórnendum þyki nauðsynlegt að sanna sig Hinsegin starfsfólk fær minni stuðning og aðgang að stjórnendum fyrirtækja ásamt því að upplifa oftar erfið samskipti og viðhorf á vinnustað eins og grófan talsmáta eða brandara. 8. júní 2022 13:38 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtækið Empower setti nýlega hugbúnaðarlausnina Öldu á markað. Hugbúnaðarlausninni er ætlað að útrýma eitraðri vinnustaðamenningu, tryggja inngildingu og að hjálpa vinnustöðum að ná hámarksárangri með fjölbreyttum teymum. Hugbúnaðurinn var þróaður og prófaður á Íslandi og býður upp á mælaborð, kannanir, markmiðasetningu, örfræðslu og aðgerðaráætlanir sérsniðna með gervigreind. „Við gerum það með því að hjálpa fyrirtækjum að ná yfirsýn yfir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Empower en það gera þau með mælaborði á heimasíðu sinni og fjölbreyttum verkefnum sem standa fyrirtækjunum til boða. Þórey og Sigyn eru stofnendur Empower. Vísir/Sigurjón Hægt er að kalla fram gögn á mælaborði og fylgjast með þróuninni samhliða innleiðingu á breytingum. Byggt á þeim mælingum geta stjórnendur fyrirtækja og stofnana sett sér markmið og kallað eftir aðgerðaráætlunum sem eru sérsniðnar af gervigreind Þórey hefur um árabil sinnt jafnréttisfræðslu í stofnunum og fyrirtækjum og segir að hún hafi verið farin að merkja gat á markaði. Þörf sem ekki var verið að uppfylla og telur að Alda mæti þeirri þörf. „Þetta eru tvær eða þrjár mínútur í einu þar sem er verið að fræða um fjölbreytileika og hvernig við getum gert vinnustaðinn meira inngildandi. Þetta er frá áhrifum frá TikTok og Instagram og þannig erum við að gera efni sem er eins og það sem við sjálf viljum sækja okkur,“ segir Þórey en sem dæmi um það efni sem er í boði eru farsímaleikir þar sem fólk er spurt um upplifun sína á vinnustað, eins og hvort þau hafi þurft að breyta nafni sínu, svara fyrir allt kyn sitt eða kynþátt eða hvort það hafi þurft að fela sitt sanna sjálf vegna fordóma. Alda nálgast viðfangsefnin á ólíkan hátt og tekur örfræðslan á sig ýmsar myndir, svo sem í formi tölvuleikja, myndbanda og teiknimyndasagna svo fátt eitt sé nefnt. Örfræðslur Öldu fjalla meðal annars um persónufornöfn, forréttindafirringu og kynslóðabil á vinnustöðum. Þá eru allir starfsmenn beðnir um að svara spurningalista, sem er ekki rekjanlegur, þannig fyrirtækin hafi meiri upplýsingar um starfsfólk sitt og geti aðlagað fræðslu og vinnustaðinn að starfsfólki sínu. Hugbúnaðurinn er hugsaður sem heildræn nálgun fyrir stjórnendur til að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu með hjálp fjölbreytta teyma. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Háskóli Íslands, Samtökin 78, og Þroskahjálp en þau aðstoðuðu meðal annars við að útbúa spurningarnar sem eru í leiknum. Stefna á markað í Evrópu og Bandaríkjunum Þórey segir hugbúnaðinn í stöðugri þróun. Það sé hægt að bæta við spurningum í leikinn og tungumálum þannig að efnið sé aðgengilegt sem flestum. Eins og stendur er það núna á íslensku, ensku og pólsku. „Við erum alltaf að gæta þess að fylgjast með nýjustu rannsóknum og því nýjasta sem er að gerast til að tryggja að við séum ekki að skilja neina hópa út undan. Við erum alltaf að passa okkur á því. Það er mjög mikilvægt,“ segir Þórey en markmið Empower er að koma lausninni á markað í bæði Evrópu og Bandaríkjunum. Búið er að taka fyrstu skrefin í Evrópu en stefnt er á Bandaríkin eftir áramót. Á síðastliðnu ári tryggði Empower sér 300 milljón króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin. Í desember í fyrra tryggði fyrirtækið sér 50 milljón króna styrk frá Tækniþróunarsjóði. Í dag eru starfandi 15 í Alda-teyminu en það samanstendur af hugbúnaðarsérfræðingum, sérfræðingum í jafnrétti og fjölbreytni, hönnuðum, sölu- og markaðsfólki.
Nýsköpun Tækni Jafnréttismál Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Adda og Hanna til Empower Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. 30. nóvember 2022 08:34 Metfjöldi íslenskra fyrirtækja á tækniráðstefnu í Helsinki Sprota- og tækniráðstefnan Slush fer fram um þessar mundir í Helsinki í Finnlandi. Fulltrúar frá 65 íslenskum fyrirtækjum eru staddir þar úti en aldrei hafa jafn mörg fyrirtæki sent fulltrúa á ráðstefnuna. Rúmlega hundrað Íslendingar skipta sendinefndina. 17. nóvember 2022 11:17 Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. 27. október 2022 11:22 Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag. 24. júní 2022 07:00 Sigyn til Empower Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower þar sem hún mun leiða þróun jafnréttishugbúnaðarins Empower Now. 21. júní 2022 09:53 Kvenkyns stjórnendum þyki nauðsynlegt að sanna sig Hinsegin starfsfólk fær minni stuðning og aðgang að stjórnendum fyrirtækja ásamt því að upplifa oftar erfið samskipti og viðhorf á vinnustað eins og grófan talsmáta eða brandara. 8. júní 2022 13:38 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Adda og Hanna til Empower Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. 30. nóvember 2022 08:34
Metfjöldi íslenskra fyrirtækja á tækniráðstefnu í Helsinki Sprota- og tækniráðstefnan Slush fer fram um þessar mundir í Helsinki í Finnlandi. Fulltrúar frá 65 íslenskum fyrirtækjum eru staddir þar úti en aldrei hafa jafn mörg fyrirtæki sent fulltrúa á ráðstefnuna. Rúmlega hundrað Íslendingar skipta sendinefndina. 17. nóvember 2022 11:17
Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. 27. október 2022 11:22
Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag. 24. júní 2022 07:00
Sigyn til Empower Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower þar sem hún mun leiða þróun jafnréttishugbúnaðarins Empower Now. 21. júní 2022 09:53
Kvenkyns stjórnendum þyki nauðsynlegt að sanna sig Hinsegin starfsfólk fær minni stuðning og aðgang að stjórnendum fyrirtækja ásamt því að upplifa oftar erfið samskipti og viðhorf á vinnustað eins og grófan talsmáta eða brandara. 8. júní 2022 13:38