Sport

Birmingham hefur samband við Rooney

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wayne Rooney gæti tekið við Birmingham í ensku b-deildinni.
Wayne Rooney gæti tekið við Birmingham í ensku b-deildinni. Getty/Andrew Katsampes/ISI

Forráðamenn Birmingham City hafa nú þegar sett sig í samband við Englendinginn Wayne Rooney um að taka við sem knattspyrnustjóri félagsins en John Eustace var á dögunum rekinn sem stjóri liðsins.

Þetta er áttunda tímabilið í röð þar sem Birmingham skiptir um stjóra.

Formlegar viðræður eru hafnar milli Birmingham og Rooney. Wayne Rooney hætti sem knattspyrnustjóri DC United um helgina eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Eustace var við stjórnvölinn í Birmingham í fimmtán mánuði og vann 21 af þeim 63 leikjum sem hann stýrði liðinu í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×