Þetta er áttunda tímabilið í röð þar sem Birmingham skiptir um stjóra.
Formlegar viðræður eru hafnar milli Birmingham og Rooney. Wayne Rooney hætti sem knattspyrnustjóri DC United um helgina eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Eustace var við stjórnvölinn í Birmingham í fimmtán mánuði og vann 21 af þeim 63 leikjum sem hann stýrði liðinu í.