„Þetta er rétt ákvörðun“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. október 2023 11:42 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru bara þau að þetta er rétt ákvörðun. Hann er að axla ábyrgð og það er alveg rétt að ráðherra var ekki lengur kleift að sinna sínum verkefnum,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. „Hann hefur náttúrulega verið núna fjármálaráðherra nær óslitið í tíu ár þannig þetta eru mikil tímamót en það er það er kannski ekki mikið meira um þessa ákvörðun að segja á þessu stigi.“ Kom þetta þér á óvart? „Ég get alveg viðurkennt að þetta kom mér á óvart. Það hefur mikið gengið á. Allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli, Íslandsbankamálinu, það hefur komið illa út. Rannsóknarnefndin, skýrsla FME og svo núna þetta og það hafa komið upp mörg tilvik þar sem þetta hefði getað átt sér stað eða hann hefði getað tekið þessa ákvörðun en aðalmálið núna er að þetta er rétt ákvörðun og það liggur fyrir að hann gat bara ekkert sinnt þessu embætti lengur.“ Bjarni hafi verið rúinn trausti Bjarni sagði meðal annars á blaðamannafundi í morgun að hann væri ósammála ýmsu í áliti umboðsmanns. Hann hefði engu að síður ákveðið að virða niðurstöðu umboðsmannsins. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það hvernig staðið er að sölu á fyrirtæki í ríkiseigu er mjög mikilvægt og það er ekki hægt að líta fram hjá því að benda á einhverja niðurstöðu. Niðurstaðan er sú að fjármálaráðherra var rúinn trausti eftir þetta ferli og þetta hafði líka áhrif á traust á fjármálakerfinu í heild sinni,“ segir Kristrún. „Þannig það er ekki hægt að bera fyrir sig að þetta hefði ekki haft nein áhrif þó efnislega hefði hann verið ánægður með niðurstöðuna. Niðurstaðan snýst ekki bara um verðmiðann sem fékkst fyrir bankann heldur hvert viðhorf almennings var gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og fjármálakerfinu vegna þess hvernig var haldið utan um þessa sölu.“ Ríkistjórnin þurfi að svara Hvaða áhrif heldurðu að þetta geti haft á ríkisstjórnarsamstarfið? „Fjármálaráðherra er að hætta að eigin sögn vegna þess að hann telur sér ekki kleift að halda áfram að sinna sínum verkefnum og ég held að ríkisstjórnin þurfi nú bara að svara þeirri spurningu hvort henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir og skipta fólkið í landinu máli.“ Kristrún segist sérstaklega hugsa um stóru velferðarmálin og efnahagsmálin. Hún geti lítið sagt um framhaldið þar sem hlutirnir gerist hratt. Ótækt að fara í áframhaldandi sölu Kristrún segir ljóst að það sé alveg ótækt að hægt verði að fara í áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafi ekki traust til að klára það ferli. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi stigið frá er ýmislegt sem þarf að koma betur. En allt sem hefur verið rannsakað í þessu máli hefur komið illa út þannig það þarf að fara mjög varlega í næstu skref og ég trúi ekki öðru en að áframhaldandi sala sé núna á ís.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira