Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2023 12:02 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir máli sem tengist sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka nú lokið af hálfu embættis hans en niðurstaða álits er að fjármála- og efnahagsráðherra hafi verið vanhæfur við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem ráðherra á blaðamannafundi í morgun og sagði sér ekki stætt miðað við þessa niðurstöðu umboðsmanns. Skúli segir ekki sitt að bregðast við þessum viðbrögðum ráðherra. „Ég vísa til álitsins. Það hefur verið birt ásamt öllum svörum ráðuneytisins. Ég hef engu við það að bæta og tel ekki rétt að tjá mig um viðbrögð ráðherra,“ segir Skúli að lokum. Álit embættisins var birt í morgun en er dagsett 5. október. Skúli segir það eðlileg vinnubrögð að gefa þeim sem málið varðar tíma til að bregðast við áður en álit er birt. „Þetta er töluvert langt álit og það var talið eðlilegt að þarna gæfist ráðuneytinu eitthvað tóm til að kynna sér það áður en það yrði birt. Þetta er í samræmi við verklag hér innanhúss,“ segir Skúli og að alla jafna séu álit birt um tveimur til þremur dögum eftir að þau eru gefin út. „Þannig að þau sem málið varðar hafi eitthvað tóm til að kynna sér álit áður en það er birt.“ Á vef embættisins má lesa álit umboðsmanns og viðbrögð ráðuneytisins. Skúli segir að núna sé málinu lokið af hálfu embættisins með þeim tilmælum sem lögð eru fram í álitinu. „Þau tilmæli, eins og hægt er að lesa, tengdust þeirri endurskoðunarreglu sem fram fer hjá ráðuneytinu og svo að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir máli sem tengist sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka nú lokið af hálfu embættis hans en niðurstaða álits er að fjármála- og efnahagsráðherra hafi verið vanhæfur við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem ráðherra á blaðamannafundi í morgun og sagði sér ekki stætt miðað við þessa niðurstöðu umboðsmanns. Skúli segir ekki sitt að bregðast við þessum viðbrögðum ráðherra. „Ég vísa til álitsins. Það hefur verið birt ásamt öllum svörum ráðuneytisins. Ég hef engu við það að bæta og tel ekki rétt að tjá mig um viðbrögð ráðherra,“ segir Skúli að lokum. Álit embættisins var birt í morgun en er dagsett 5. október. Skúli segir það eðlileg vinnubrögð að gefa þeim sem málið varðar tíma til að bregðast við áður en álit er birt. „Þetta er töluvert langt álit og það var talið eðlilegt að þarna gæfist ráðuneytinu eitthvað tóm til að kynna sér það áður en það yrði birt. Þetta er í samræmi við verklag hér innanhúss,“ segir Skúli og að alla jafna séu álit birt um tveimur til þremur dögum eftir að þau eru gefin út. „Þannig að þau sem málið varðar hafi eitthvað tóm til að kynna sér álit áður en það er birt.“ Á vef embættisins má lesa álit umboðsmanns og viðbrögð ráðuneytisins. Skúli segir að núna sé málinu lokið af hálfu embættisins með þeim tilmælum sem lögð eru fram í álitinu. „Þau tilmæli, eins og hægt er að lesa, tengdust þeirri endurskoðunarreglu sem fram fer hjá ráðuneytinu og svo að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
„Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37
„Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47