Datt í Sundhöllinni og fær þrjár og hálfa milljón Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 16:44 Atvikið átti sér stað við útilaug í Sundhöll Reykjavíkur. Myndin er af heitum potti í Sundhöllinni. Vísir/Arnar Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð slysið í Sundhöll Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í desember 2018, en í dómnum er því lýst að konan hafi fallið á mottu við bakka sundlaugar. Konan varð fyrir líkamstjóni vegna þessa. Samkvæmt mati bæklunarlæknis varð hún óvinnufær tímabundið. Hún hafi fengið slitgigt í úlnlið vinstri handar sem gæti háð henni í vinnu og almennt. Ágreiningur málsins varðaði það hvort Reykjavíkurborg væri skaðabótaskyld. Deilt var um hvort aðbúnaður við sundlaugina hafi verið ábótavant. Konan taldi svo vera, en Reykjavíkurborg vildi meina að það væri ósannað. Í skýrslu starfsmanns sem var skrifuð strax í kjölfar atviksins segir að konan hafi fallið í „sleipu“ við við laug. Héraðsdómur byggði dóm sinn á því að mottan hafi verið verulega sleip og þar af leiðandi skapað hættu á slysi. Fyrir dómi lágu fyrir skýrslur um nokkru tilvik þar sem sundlaugargestir féllu eða hrösuðu við bakka laugarinnar. Í þeim var gjarnan talað um sleipu sem ástæðu slyss. Í dómi Landsréttar er bent á að rekstraraðilar sund- og baðstaða beri að tryggja að orsakir slysa séu rannsakaðar. Sé það ekki tryggt getur rekstraraðilinn þurft að bera hallan af sönnunarskorti um þessi atriði. Gögn málsins bendi til þess að mottan sem málið varðar hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og Reykjavíkurborg gert að bera hallan af því. Þar að auki lá ekkert fyrir um að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk frá kvennaklefanum að vaðlauginni, en það var þá sem slysið átti sér stað. Þar af leiðandi dæmdi Landsréttur Reykjavíkurborg skaðabótaskylda í málinu, en ekki var mikill ágreiningur um bótakörfu konunnar sem var rúm þrjár og hálf milljón. Dómsmál Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varð slysið í Sundhöll Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í desember 2018, en í dómnum er því lýst að konan hafi fallið á mottu við bakka sundlaugar. Konan varð fyrir líkamstjóni vegna þessa. Samkvæmt mati bæklunarlæknis varð hún óvinnufær tímabundið. Hún hafi fengið slitgigt í úlnlið vinstri handar sem gæti háð henni í vinnu og almennt. Ágreiningur málsins varðaði það hvort Reykjavíkurborg væri skaðabótaskyld. Deilt var um hvort aðbúnaður við sundlaugina hafi verið ábótavant. Konan taldi svo vera, en Reykjavíkurborg vildi meina að það væri ósannað. Í skýrslu starfsmanns sem var skrifuð strax í kjölfar atviksins segir að konan hafi fallið í „sleipu“ við við laug. Héraðsdómur byggði dóm sinn á því að mottan hafi verið verulega sleip og þar af leiðandi skapað hættu á slysi. Fyrir dómi lágu fyrir skýrslur um nokkru tilvik þar sem sundlaugargestir féllu eða hrösuðu við bakka laugarinnar. Í þeim var gjarnan talað um sleipu sem ástæðu slyss. Í dómi Landsréttar er bent á að rekstraraðilar sund- og baðstaða beri að tryggja að orsakir slysa séu rannsakaðar. Sé það ekki tryggt getur rekstraraðilinn þurft að bera hallan af sönnunarskorti um þessi atriði. Gögn málsins bendi til þess að mottan sem málið varðar hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og Reykjavíkurborg gert að bera hallan af því. Þar að auki lá ekkert fyrir um að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk frá kvennaklefanum að vaðlauginni, en það var þá sem slysið átti sér stað. Þar af leiðandi dæmdi Landsréttur Reykjavíkurborg skaðabótaskylda í málinu, en ekki var mikill ágreiningur um bótakörfu konunnar sem var rúm þrjár og hálf milljón.
Dómsmál Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira