Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2023 12:57 Ráðamenn í Þýskalandi og Frakklandi hafa bannað stuðningssamkomur fyrir Palestínumenn. Getty/Gregor Fischer Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. Spennan vegna stríðsins í Ísrael og Palestínu hefur magnast í Evrópu. Frönsk lögregla beitti í gær mótmælendur, sem voru saman komnir til að sýna palestínsku þjóðinni stuðning, táragasi og sprautaði á þá vatni til að brjóta mótmælin upp. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, bannaði fyrr í vikunni mótmæli til stuðnings Palestínu. Þjóðverjar hyggjast gera slíkt hið sama og Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur varað við því að þeir sem noti merki samtakanna Hamas, lýsi yfir stuðningi við verk þeirra, tali fyrir frekara ofbeldi Hamas gegn Ísrael eða brenni ísraelska fánann geti átt dóm yfir höfði sér. Ungverjar hafa einnig bannað samkomur til stuðnings Ísrael. „Þau hafa auðvitað reynslu af því að átök fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar smitist inn til þessara landa. Maður gerir auðvitað ráð fyrir því að þetta séu vel ígrundaðar öryggisákvarðanir sem eru teknar þó það sé auðvitað alvarlegt að það þurfi að hafa afskipti af tjáningarfrelsinu með þessum hætti,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Suella Braverman innanríkisráðherra Bretlands hefur beint því til lögreglu að mæta þeim sem flagga palestínska fánanum af hörku. Þá hefur hún beint til lögreglu að túlka frelsisslagorðið From the river to the sea, Palestine will be free“, sem vilja til ofbeldisverka. Bæði slagorðið og palestínska fánann eigi að leggja til jafns við hakakrossinn. „Þá er ekki síst verið að líta til þess að þarna er veruleg hætta á ofbeldi og aðförum í garð Gyðinga, eins og við þekkjum frá þessum löndum.“ Sameinuðu þjóðirnar fengu í morgun viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta Gasastrandainnar, það er að segja allt fyrir norðan ána Gasa. Íbúar hafa sömuleiðis verið hvattir til að rýma svæðið. 700 þúsund til milljón búa á svæðinu. Samtökin Hamas hafa hvatt íbúa til að fylgja ekki fyrirskipunum Ísraelsmanna og halda sig heima. Vísuðu þau til þess að í vikunni hafi Ísraelsmenn ítrekað hvatt íbúa Gasastrandarinnar til að flýja á ákveðin svæði og seinna sprengt upp þau svæði. Þá hafa Ísraelsmenn lokað fyrir vatn, rafmagn og matarsendingar til Gasastrandarinnar, sem brýtur í bága við Alþjóðalög. Minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og þónokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina. Þetta telst samkvæmt Genfarsáttmálanum til stríðsglæpa. Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Spennan vegna stríðsins í Ísrael og Palestínu hefur magnast í Evrópu. Frönsk lögregla beitti í gær mótmælendur, sem voru saman komnir til að sýna palestínsku þjóðinni stuðning, táragasi og sprautaði á þá vatni til að brjóta mótmælin upp. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, bannaði fyrr í vikunni mótmæli til stuðnings Palestínu. Þjóðverjar hyggjast gera slíkt hið sama og Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur varað við því að þeir sem noti merki samtakanna Hamas, lýsi yfir stuðningi við verk þeirra, tali fyrir frekara ofbeldi Hamas gegn Ísrael eða brenni ísraelska fánann geti átt dóm yfir höfði sér. Ungverjar hafa einnig bannað samkomur til stuðnings Ísrael. „Þau hafa auðvitað reynslu af því að átök fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar smitist inn til þessara landa. Maður gerir auðvitað ráð fyrir því að þetta séu vel ígrundaðar öryggisákvarðanir sem eru teknar þó það sé auðvitað alvarlegt að það þurfi að hafa afskipti af tjáningarfrelsinu með þessum hætti,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Suella Braverman innanríkisráðherra Bretlands hefur beint því til lögreglu að mæta þeim sem flagga palestínska fánanum af hörku. Þá hefur hún beint til lögreglu að túlka frelsisslagorðið From the river to the sea, Palestine will be free“, sem vilja til ofbeldisverka. Bæði slagorðið og palestínska fánann eigi að leggja til jafns við hakakrossinn. „Þá er ekki síst verið að líta til þess að þarna er veruleg hætta á ofbeldi og aðförum í garð Gyðinga, eins og við þekkjum frá þessum löndum.“ Sameinuðu þjóðirnar fengu í morgun viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta Gasastrandainnar, það er að segja allt fyrir norðan ána Gasa. Íbúar hafa sömuleiðis verið hvattir til að rýma svæðið. 700 þúsund til milljón búa á svæðinu. Samtökin Hamas hafa hvatt íbúa til að fylgja ekki fyrirskipunum Ísraelsmanna og halda sig heima. Vísuðu þau til þess að í vikunni hafi Ísraelsmenn ítrekað hvatt íbúa Gasastrandarinnar til að flýja á ákveðin svæði og seinna sprengt upp þau svæði. Þá hafa Ísraelsmenn lokað fyrir vatn, rafmagn og matarsendingar til Gasastrandarinnar, sem brýtur í bága við Alþjóðalög. Minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og þónokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina. Þetta telst samkvæmt Genfarsáttmálanum til stríðsglæpa. Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11
Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36
Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01