Microsoft fær loksins að kaupa Activision Blizzard Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. október 2023 13:40 Um er að ræða stærsta samrunann í sögu tölvuleikjabransans. Jaap Arriens/NurPhoto/Getty Images Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur fest kaup á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Um er að ræða stærstu kaupin í sögu leikjabransans. Hingað til höfðu ýmis ljón staðið í vegi Microsoft vegna kaupanna. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samkeppniseftirlit í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Evrópusambandsinu höfðu hins vegar sínar athugasemdir við fyrirhuguð kaup. Sögðu forsvarsmenn þeirra að staða Microsoft yrði of sterk á leikjamarkaði að kaupunum loknum. Sú afstaða í Bandaríkjunum og í ESB var hins vegar ekki talin standast lög. Activision Blizzard er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtæki framleiðir sívinsæla tölvuleiki líkt og skotleikina Call of Duty og fjölspilunarleikinn World of Warcraft, svo einhverjir séu nefndir. Hafa sankað að sér leikjafyrirtækjum Í umfjöllun AP fréttastofunnar um málið kemur fram að samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafi verið þau síðustu til að gefa sig vegna málsins. Rúmt ár er síðan að Microsoft og Activision Blizzard tilkynntu um fyrirhugaðan samruna. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds. Leikjavísir Bandaríkin Microsoft Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hingað til höfðu ýmis ljón staðið í vegi Microsoft vegna kaupanna. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samkeppniseftirlit í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Evrópusambandsinu höfðu hins vegar sínar athugasemdir við fyrirhuguð kaup. Sögðu forsvarsmenn þeirra að staða Microsoft yrði of sterk á leikjamarkaði að kaupunum loknum. Sú afstaða í Bandaríkjunum og í ESB var hins vegar ekki talin standast lög. Activision Blizzard er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtæki framleiðir sívinsæla tölvuleiki líkt og skotleikina Call of Duty og fjölspilunarleikinn World of Warcraft, svo einhverjir séu nefndir. Hafa sankað að sér leikjafyrirtækjum Í umfjöllun AP fréttastofunnar um málið kemur fram að samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafi verið þau síðustu til að gefa sig vegna málsins. Rúmt ár er síðan að Microsoft og Activision Blizzard tilkynntu um fyrirhugaðan samruna. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds.
Leikjavísir Bandaríkin Microsoft Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent