Utanríkisráðherra segir fórnarlömbin ekki spyrja hver skaut Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2023 19:31 Bjarni Benediktsson er nýskipaður utanríkisráðherra. Vísir/Einar Enn er óvíst hver ber ábyrgð á sprengingu sem varð allt að fimm hundruð manns að bana á Gasasvæðinu í gær. Nýr utanríkisráðherra segir að í stóra samhenginu skipti ekki máli hver beri ábyrgð heldur þurfi að bjarga óbreyttum borgurum sem búa á Gasa og í Ísrael. Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum