Utanríkisráðherra segir fórnarlömbin ekki spyrja hver skaut Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2023 19:31 Bjarni Benediktsson er nýskipaður utanríkisráðherra. Vísir/Einar Enn er óvíst hver ber ábyrgð á sprengingu sem varð allt að fimm hundruð manns að bana á Gasasvæðinu í gær. Nýr utanríkisráðherra segir að í stóra samhenginu skipti ekki máli hver beri ábyrgð heldur þurfi að bjarga óbreyttum borgurum sem búa á Gasa og í Ísrael. Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira