Fær mígrenisköst tuttugu daga í hverjum mánuði: „Algjör viðbjóður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2023 13:45 Ester hefur hafnað því að láta greina hana sem öryrki. Ester María Ólafsdóttir er 35 ára Skagakona sem fær mígrenisköst að meðaltali tuttugu daga á mánuði og hefur það eins og gefur að skilja mikil áhrif á líf hennar. Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira
Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður
Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira