Þrennir tónleikar í súginn eftir óveður og bilun Árni Sæberg skrifar 22. október 2023 14:55 Hafdís Huld heldur á tónleikaferðalag í byrjun nóvember. Aðsend Tónlistarkonan Hafdís Huld og aðdáendur hennar sitja eftir með sárt ennið eftir að flugferð hennar var frestað ítrekað og loks aflýst. Hún hefur þurft að aflýsa þrennum tónleikum á Bretlandseyjum vegna þessa. Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út. Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út.
Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira