„Ef við ætlum að gera eitthvað þá þurfum við að hætta að vera svona krúttlegir“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 22:15 Jóhann Þór Ólafsson með skýr skilaboð til sinna manna. Vísir/Anton Brink „Ég er svekktur bara, eðlilega,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir afar súrt tap gegn Tindastóli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira