Atvikið átti sér stað í Ljónagryfjunni í leik Njarðvíkur og KR en Helgi var þó ekki inni á vellinum, heldur 16 ára gutti í stúkunni að hvetja sinn mann, Jón Arnór Stefánsson, til dáða.
Teitur var að dekka Jón og Helgi lét Teit heyra það, sem svaraði fyrir sig með því að setja þrist í andlitið á Jóni, fiskaði villu í leiðinni og starði svo djúpt inn í sálina á Helga sem koðnaði niður í stúkunni.
Helgi rifjar þessa skemmtilegu sögu upp hér í klippunni að neðan.