„Hann getur verið skrímsli varnarlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 12:01 Tómas Valur (til hægri) er mikils metinn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Dröfn Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta, er leikmaður sem Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon err sérstaklega hrifnir af. Fóru þeir yfir hvað það er sem gerir Tómas Val jafn góðan og raun ber vitni. Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira