Sýnum samstöðu Logi Einarsson skrifar 23. október 2023 14:30 Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn. Í dag hafa konur 21% lægri atvinnutekjur en karlar. 40% kvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni og samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups um verkaskiptingu á heimili sinna konur í mun meira mæli heimilisstörfum en karlkyns makar þeirra. Þegar konur í gagnkynhneigðum samböndum voru spurðar um hvernig heimilisverkin skiptust á milli þeirra og maka sögðust 67% sinna þeim meira. Á sama tíma sögðust 12% karla sinna heimilisstörfum í meira mæli. Þegar kemur að umönnun barna sögðust 59% kvenna sinna þeim meira en karlkyns maki. 31% karla telja kvenkyns maka sinn sinna börnum sínum meira en einungis 2% kvenna telja karlkyns maka sinna börnum meira en þær. Um leið og ég hvet konur til að taka þátt næsta þriðjudag þurfum við karlar líka að taka þessa stöðu alvarlega. Við þurfum ekki síður að leggjast á árar til að breyta þessari ólíðandi stöðu. Við skulum sýna samstöðu með kröfum kvenna á þriðjudaginn og raunar alla daga. Óhjákvæmilega verða margir skólar og leikskólar óstarfhæfir og þess vegna vil ég hvetja feður, afa, bræður, til að gera ráðstafanir á morgun og tryggja þátttöku kvenna í verkfallinu. Látum konur ekki einar standa í baráttunni fyrir jafnrétti. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Kvennaverkfall Samfylkingin Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn. Í dag hafa konur 21% lægri atvinnutekjur en karlar. 40% kvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni og samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups um verkaskiptingu á heimili sinna konur í mun meira mæli heimilisstörfum en karlkyns makar þeirra. Þegar konur í gagnkynhneigðum samböndum voru spurðar um hvernig heimilisverkin skiptust á milli þeirra og maka sögðust 67% sinna þeim meira. Á sama tíma sögðust 12% karla sinna heimilisstörfum í meira mæli. Þegar kemur að umönnun barna sögðust 59% kvenna sinna þeim meira en karlkyns maki. 31% karla telja kvenkyns maka sinn sinna börnum sínum meira en einungis 2% kvenna telja karlkyns maka sinna börnum meira en þær. Um leið og ég hvet konur til að taka þátt næsta þriðjudag þurfum við karlar líka að taka þessa stöðu alvarlega. Við þurfum ekki síður að leggjast á árar til að breyta þessari ólíðandi stöðu. Við skulum sýna samstöðu með kröfum kvenna á þriðjudaginn og raunar alla daga. Óhjákvæmilega verða margir skólar og leikskólar óstarfhæfir og þess vegna vil ég hvetja feður, afa, bræður, til að gera ráðstafanir á morgun og tryggja þátttöku kvenna í verkfallinu. Látum konur ekki einar standa í baráttunni fyrir jafnrétti. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar