Fyrsta sinn í Íslandssögunni sem nýir foreldrar eru alveg einir á báti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 09:09 Ólafur Grétar segir nýja foreldra aldrei hafa verið eins einangraða. Þess vegna sé nauðsynlegt að ömmur og afar kíki við, þó ekki nema stuttlega, til að mynda þessi tensl. Getty Sérfræðingur í fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf segir mjög mikilvægt fyrir allar kynslóðir að ömmur og afar hjálpi nýjum foreldrum og passi barnabörnin. Nýir foreldrar eigi ekki rétt á að amma og afi passi en samtal um þátttöku þeirra verði að eiga sér stað. „Við vitum að við erum ekki að styðja verðandi og nýja foreldra nóg,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að eitt stærsta ójafnvægið í því þegar fólk verður foreldrar er að það fær ekki endilega áskoranir í samræmi við færni. „Amma og afi fá tvær kynslóðir í fangið í þessu ástandi. Hættan er, þar sem nýju foreldrarnir fá ekki hjálp með sínar erfiðu tilfinningar og upplifa sig ekki nóg, í samfélagi sem hlustar ekki og veitir ekki þá aðstoð sem þau þurfa, að þetta breytist í skömm. Þetta er það sem ömmur og afar þurfa að takast á við.“ Hann minnir á að það allra besta fyrir þroska barna er að þau séu umkringd fullorðni fólki sem líur vel. „Börn þrífast á tengslum við eldri og þroskaðri og róaðra taugakerfi í ömmu og afa. Það sem er það alalvarlegasta sem er að gerast núna er að það eru þúsundir af ungum og nýjum foreldrum ein heima með lítið kríli,“ segir Ólafur. Fyrsta sinn í sögunni sem foreldrar eru einir á báti Áður fyrr hafi nýir foreldrar verið umkringdir öðrum fullorðnum og þessi einvera alveg ný í Íslandssögunni. „Þegar ég var að koma heim sem strákur voru alltaf fimm fullorðnir heima hjá mömmu. Það að amma og afi bara kíki á staðinn, þau þurfa ekki einu sinni að halda á barninu, er mikilvægt.“ Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi.Vísir/Vilhelm Hann segir unga foreldra ekki eiga sjálfsagða kröfu á að amma og afi passi en samtalið verði að eiga sér stað. „Það sem er að gerast, að amma og afi bara flýja til Spánar eða Flórída þannig að þau geta ekki tekið þetta samtal, eða þau eru á leiðinni á Virk í starfsendurhæfingu búin á því. Lífið er alltaf að leita að jafnvægi,“ segir Ólafur. Heilbrigt fyrir eldra fólk að mynda tengsl við afkomendurna Hann minnir þá á að það er ekki bara börnunum í hag að umgangast ömmur og afa. „Því sterkari sem eldri manneskja er í tengslum við afkomendur sína verndar hún heila sinn. Það að vera í samskiptum við afkomendur þína er sjálfselsk hegðun, alveg eins og fyrir pabba að taka þátt í lífi barns síns,“ segir Ólafur. Það geti hins vegar reynst ömmum og öfum erfitt að fá barnabörnin inn á heimilið, ekki síst ef annar makinn vill verja tíma með barnabörnunum en hinn vill njóta lífsins og ferðast á efri árum. „Það eru þrjú æviskeið þar sem hjónbönd og parasambönd eru í mestri hættu, þar sem jörðin hristist mest undir þeim. Það er þegar fólk er að eignast barn í fyrsta sinn, almesta áskorunin er þá. Svo eru það önnur tvö æviskeið, sem koma að ömmu og afa, þar sem skilnaðir eru að aukast,“ segir Ólafur. „Það er þegar börnin fara að heiman og það er þegar við hættum að vinna. Það sem skiptir mestu máli í farsælum hjónaböndum er hvernig við gefum lífi okkar merkingu og meiningu. Hvað er það sem við viljum lifa fyrir?“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að neðan. Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Við vitum að við erum ekki að styðja verðandi og nýja foreldra nóg,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að eitt stærsta ójafnvægið í því þegar fólk verður foreldrar er að það fær ekki endilega áskoranir í samræmi við færni. „Amma og afi fá tvær kynslóðir í fangið í þessu ástandi. Hættan er, þar sem nýju foreldrarnir fá ekki hjálp með sínar erfiðu tilfinningar og upplifa sig ekki nóg, í samfélagi sem hlustar ekki og veitir ekki þá aðstoð sem þau þurfa, að þetta breytist í skömm. Þetta er það sem ömmur og afar þurfa að takast á við.“ Hann minnir á að það allra besta fyrir þroska barna er að þau séu umkringd fullorðni fólki sem líur vel. „Börn þrífast á tengslum við eldri og þroskaðri og róaðra taugakerfi í ömmu og afa. Það sem er það alalvarlegasta sem er að gerast núna er að það eru þúsundir af ungum og nýjum foreldrum ein heima með lítið kríli,“ segir Ólafur. Fyrsta sinn í sögunni sem foreldrar eru einir á báti Áður fyrr hafi nýir foreldrar verið umkringdir öðrum fullorðnum og þessi einvera alveg ný í Íslandssögunni. „Þegar ég var að koma heim sem strákur voru alltaf fimm fullorðnir heima hjá mömmu. Það að amma og afi bara kíki á staðinn, þau þurfa ekki einu sinni að halda á barninu, er mikilvægt.“ Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi.Vísir/Vilhelm Hann segir unga foreldra ekki eiga sjálfsagða kröfu á að amma og afi passi en samtalið verði að eiga sér stað. „Það sem er að gerast, að amma og afi bara flýja til Spánar eða Flórída þannig að þau geta ekki tekið þetta samtal, eða þau eru á leiðinni á Virk í starfsendurhæfingu búin á því. Lífið er alltaf að leita að jafnvægi,“ segir Ólafur. Heilbrigt fyrir eldra fólk að mynda tengsl við afkomendurna Hann minnir þá á að það er ekki bara börnunum í hag að umgangast ömmur og afa. „Því sterkari sem eldri manneskja er í tengslum við afkomendur sína verndar hún heila sinn. Það að vera í samskiptum við afkomendur þína er sjálfselsk hegðun, alveg eins og fyrir pabba að taka þátt í lífi barns síns,“ segir Ólafur. Það geti hins vegar reynst ömmum og öfum erfitt að fá barnabörnin inn á heimilið, ekki síst ef annar makinn vill verja tíma með barnabörnunum en hinn vill njóta lífsins og ferðast á efri árum. „Það eru þrjú æviskeið þar sem hjónbönd og parasambönd eru í mestri hættu, þar sem jörðin hristist mest undir þeim. Það er þegar fólk er að eignast barn í fyrsta sinn, almesta áskorunin er þá. Svo eru það önnur tvö æviskeið, sem koma að ömmu og afa, þar sem skilnaðir eru að aukast,“ segir Ólafur. „Það er þegar börnin fara að heiman og það er þegar við hættum að vinna. Það sem skiptir mestu máli í farsælum hjónaböndum er hvernig við gefum lífi okkar merkingu og meiningu. Hvað er það sem við viljum lifa fyrir?“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að neðan.
Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira