Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 08:00 Pétur og Keflavík gerðu hvað þeir gátu til að stöðva Ægi Þór. Það gekk ... ekki vel. Vísir/Hulda Margrét Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur verið magnaður það sem af er tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var rætt við Pétur Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur, og farið yfir hvernig hann ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór. Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira