Íbúakosningunni lauk í dag, 28. október. Til að sameiningin gengi upp þurfti meirihluti íbúa beggja sveitarfélaga að vera samþykkur henni. 1.005 manns voru á kjörskrá - 201 í Tálknafirði og 804 í Vesturbyggð.
Talning atkvæða hófst klukkan 20.00 í dag og voru úrslitin tilkynnt klukkan 22.00 á Facebook-síðum sveitarfélaganna.
Tálknafjarðarhreppur:
- Já - 139
- Nei - 5
- Auðir seðlar - 1
- Ógild atkvæði - 0
Vesturbyggð:
- Já - 364
- Nei - 73
- Auðir seðlar - 4
- Ógild atkvæði - 1
Kjörsókn var töluvert meiri í Tálknafjarðarhreppi en þar voru 201 á kjörskrá. Talin atkvæði voru 145 og var kjörsókn því um 78,1 prósent. Í Vesturbyggð var kjörsókn ekki nema 52,48 prósent. Á kjörskrá voru 804 og talin atkvæði voru 442.
Það var þó yfirgnæfandi meirihluti í báðum sveitarfélögum sem samþykkti sameininguna. Í Tálknafjarðarhreppi samþykktu 96 prósent tillöguna og íbúar í Vesturbyggð samþykktu tillöguna með 82 prósent atkvæða.