Sjálfstæðismenn í Garðabæ vilja hækka útsvar umtalsvert Árni Sæberg skrifar 2. nóvember 2023 20:11 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Stöð 2/arnar Sjálfstæðismenn í Garðabæ, sem fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, leggja til að útsvar verði hækkað um 0,56 prósentustig í nýrri fjárhagsáætlun fyrir næstu fjögur ár. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2024 til 2027 fór fram á fundi bæjarstjórnar síðdegis. Þar kynnti Almar Guðmundsson bæjarstjóri fjárhagsáætlunina. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að rekstrarafgangur A-hluta verði neikvæður um 83 milljónir króna á næsta ári og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins í heild samkvæmt samstæðu A- og B-hluta verði 579 milljónir króna. Það sé áætlað að veltufé frá rekstri verði 1.387 milljónir hjá A-sjóði en 2.347 milljónir í samstæðureikningi og veltufé frá rekstri verði þá 8,2 prósent af tekjum, sem sé veruleg breyting frá yfirstandandi ári þar sem gert sé ráð fyrir að það verði 2,6 prósent í útkomuspá. Hagræða í rekstri Almar segir að gert sé ráð fyrir tveimur sérstökum aðgerðum til þess að mæta þessum aðstæðum í áætluninni. „Það er annars vegar hagræðing á útgjaldaþætti bæjarsjóðs, A-sjóðs, þar sem við reynum að mæta því sjálfsagða verkefni með opinn faðm. Að horfa í hverja krónu og tryggja það að við séum að nýta fjármuninuna sem okkur er úthlutað eins vel og hægt er. Þessi hagræðing verður að sjálfsögðu að meira til umræðu á milli umræðna. Það er mjög mikilvægt að benda á það, bæði fyrir bæjarfulltrúa og þá sem kunna að vera að hlusta, að við þurfum að sjálfsögðu að rýna þessi mál betur áður en endanleg áætlun verður samþykkt í byrjun desember. Hækka útsvar um 0,56 prósentustig „Aukinheldur er inni í þessari tillögu tillaga um hækkun á útsvari. Það er þannig formlega séð að við ákvörðum sérstaklega álagningarhlutfall útsvars með sérstökum hætti og munum gera það á næsta bæjarstjórnarfundi en ein af forsendum í því talnaverki sem ég legg hér fram er að álagningarhlutfall útsvars hækki úr 13,92 prósent í 14,48 prósent.“ Þessi aðgerð sé mjög mikilvæg, ásamt hagræðingunni, fyrir bæjarstjórn til þess að takast á við aðstæður með ábyrgum hætti. „Ég held að það sé farsælt að við gerum það með þessum hætti að við horfum ekki á eina úrlausn heldur horfum á fleiri en eina og því er þetta lagt fram með þessum hætti. Eins og var farið yfir í bæjarráði núna síðastliðinn þriðjudag er markmiðið með þessum tveimur þáttum að afkoma A-sjóðs styrkist um um það bil einn milljarð króna við þessar aðgerðir.“ Grípa til hækkunar af neyð Þá segir Almar að það sé ekki sjálfgefið að sveitarfélag taki ákvörðun um að hækka skatta og meirihlutinn sem hafi farið fyrir málum hafi haft þá skoðun að það eigi að vanda sig varðandi það og helsta grípa ekki til þess úrræðis nema ástæða sé til. „En það er þá ljóst að við teljum núna að það sé ástæða til þess að fara þessa leið. Ég vil samt minna á það af augljósum ástæðum að þessi leið mun eftir sem áður setja Garðabæ í það sæti sem við viljum gjarnan að Garðabær sé í, að Garðabær sé með hóflegar álögur á íbúana og horfi á það sé mikilvægt verkefni.“ Viðreisn fagnar ákvörðuninni Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tók til máls á eftir Almari og sagði um sögulega útsvarshækkun að ræða. „Á þessu vildi ég vekja athygli á sama tíma og ég fagna því að Sjáfstæðisflokkurinn, meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar, hefur séð og viðurkennt það sem við í Viðreisn höfum kallað eftir um langt skeið. Að tekjur eru nauðsynlegar til þess að halda úti góðri þjónustu í þágu allra íbúa en ekki síður til þess að ástunda ábyrga fjármálastjórn.“ Garðabær Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2024 til 2027 fór fram á fundi bæjarstjórnar síðdegis. Þar kynnti Almar Guðmundsson bæjarstjóri fjárhagsáætlunina. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að rekstrarafgangur A-hluta verði neikvæður um 83 milljónir króna á næsta ári og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins í heild samkvæmt samstæðu A- og B-hluta verði 579 milljónir króna. Það sé áætlað að veltufé frá rekstri verði 1.387 milljónir hjá A-sjóði en 2.347 milljónir í samstæðureikningi og veltufé frá rekstri verði þá 8,2 prósent af tekjum, sem sé veruleg breyting frá yfirstandandi ári þar sem gert sé ráð fyrir að það verði 2,6 prósent í útkomuspá. Hagræða í rekstri Almar segir að gert sé ráð fyrir tveimur sérstökum aðgerðum til þess að mæta þessum aðstæðum í áætluninni. „Það er annars vegar hagræðing á útgjaldaþætti bæjarsjóðs, A-sjóðs, þar sem við reynum að mæta því sjálfsagða verkefni með opinn faðm. Að horfa í hverja krónu og tryggja það að við séum að nýta fjármuninuna sem okkur er úthlutað eins vel og hægt er. Þessi hagræðing verður að sjálfsögðu að meira til umræðu á milli umræðna. Það er mjög mikilvægt að benda á það, bæði fyrir bæjarfulltrúa og þá sem kunna að vera að hlusta, að við þurfum að sjálfsögðu að rýna þessi mál betur áður en endanleg áætlun verður samþykkt í byrjun desember. Hækka útsvar um 0,56 prósentustig „Aukinheldur er inni í þessari tillögu tillaga um hækkun á útsvari. Það er þannig formlega séð að við ákvörðum sérstaklega álagningarhlutfall útsvars með sérstökum hætti og munum gera það á næsta bæjarstjórnarfundi en ein af forsendum í því talnaverki sem ég legg hér fram er að álagningarhlutfall útsvars hækki úr 13,92 prósent í 14,48 prósent.“ Þessi aðgerð sé mjög mikilvæg, ásamt hagræðingunni, fyrir bæjarstjórn til þess að takast á við aðstæður með ábyrgum hætti. „Ég held að það sé farsælt að við gerum það með þessum hætti að við horfum ekki á eina úrlausn heldur horfum á fleiri en eina og því er þetta lagt fram með þessum hætti. Eins og var farið yfir í bæjarráði núna síðastliðinn þriðjudag er markmiðið með þessum tveimur þáttum að afkoma A-sjóðs styrkist um um það bil einn milljarð króna við þessar aðgerðir.“ Grípa til hækkunar af neyð Þá segir Almar að það sé ekki sjálfgefið að sveitarfélag taki ákvörðun um að hækka skatta og meirihlutinn sem hafi farið fyrir málum hafi haft þá skoðun að það eigi að vanda sig varðandi það og helsta grípa ekki til þess úrræðis nema ástæða sé til. „En það er þá ljóst að við teljum núna að það sé ástæða til þess að fara þessa leið. Ég vil samt minna á það af augljósum ástæðum að þessi leið mun eftir sem áður setja Garðabæ í það sæti sem við viljum gjarnan að Garðabær sé í, að Garðabær sé með hóflegar álögur á íbúana og horfi á það sé mikilvægt verkefni.“ Viðreisn fagnar ákvörðuninni Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tók til máls á eftir Almari og sagði um sögulega útsvarshækkun að ræða. „Á þessu vildi ég vekja athygli á sama tíma og ég fagna því að Sjáfstæðisflokkurinn, meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar, hefur séð og viðurkennt það sem við í Viðreisn höfum kallað eftir um langt skeið. Að tekjur eru nauðsynlegar til þess að halda úti góðri þjónustu í þágu allra íbúa en ekki síður til þess að ástunda ábyrga fjármálastjórn.“
Garðabær Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira