Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Marta Guðjónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 08:01 Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun