„Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 06:42 Páll Valur hefur búið í Grindavík árum saman en segist ekki muna eftir öðru eins. „Ég vaknaði bara strax við þann fyrsta sem kom eftir miðnætti. Og vaknaði aftur um klukkan þrjú og hef ekki sofnað síðan. Þetta er bara búið að vera viðvarandi; stórir skjálftar. Maður sér á vefnum að þeir eru yfir þrír meira og minna.“ Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira