Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðustofu Íslands fór yfir málin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tiltölulega rólegt hefur verið á Reykjanesi í dag þegar kemur að skjálftavirkni. Aðspurð um hvort eitthvað sé að róast á svæðinu segir Kristín vísbendingar um að þróunin haldi áfram með svipuðum takti.
„Landris heldur áfram sem er til marks um að kvika sé að streyma inn á þetta fjögurra, fimm kílómetra dýpi.“
Öðruvísi staða en í fyrri gosum
Jarðskjálftavirkni sé afleiðing af spennubreytingum. Erfitt er að segja til um hvert framhaldið verður en Kristín segir vísindin notuð til að setja fram mismunandi sviðsmyndir.
„Það sem gæti gerst er að þessi sylla storkni og það gerist ekki neitt meira. Það gæti líka verið að með áframhaldandi kvikustreymi þá finni kvikan sér leið inn í lóðréttar sprungur á þessu svæði sem við vitum að syllan situr á, og það verði hraungos.
Þá sé ástandið núna öðruvísi en síðustu skipti sem gosið hefur.
„Það er miklu hraðara innflæði og hraðara landris,“ segir Kristín.
Syllan er orðin tvöfalt stærri en syllurnar sem mynduðust síðast í Þorbirni.