Upplýsingafundur um jarðhræringarnar í Hljómahöll í kvöld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:40 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bindur vonir við að íbúar öðlist meiri öryggiskennd eftir upplýsingafund um jarðhræringarnar. Í hinu sögufræga félagsheimili Stapa, stærsta sal Hljómahallar, verður haldinn upplýsingafundur vegna jarðhræringa og landriss við Grindavík. Fundurinn hefst klukkan átta en einnig verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á fréttavef okkar Vísi og í sjónvarpinu á stöð 2 Vísi. Íbúar og atvinnurekendur svæðisins munu fá tækifæri til að bera fram allar þær spurningar sem á þeim brenna um jarðhræringarnar. Í síðustu viku var sambærilegur fundur haldinn fyrir íbúa Grindavíkur sem eru næst virkninni. Tvær almannavarnarnefndir eru að störfum á svæðinu, önnur í Grindavík og hin er sameiginleg fyrir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar stýrir fundinum. „Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður til þess að veita upplýsingar til íbúa og annarra sem áhuga kunna að hafa. Eftir að frummælendur, sem koma víða að, hafa lokið sínum erindum þá verður opnað fyrir spurningar og fundagestir geta þá lagt spurningar fyrir frummælendur sem verða frá Veðurstofu, Almannvörnum, Ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri og fleiri. Orkufyrirtækin verða þarna bæði, HS Veitur og Hs Orka,“ segir Kjartan. Á Facebooksíðu Reykjanesbæjar geta þeir sem heima sitja sent inn spurningar og reynt verður að koma þeim öllum á framfæri. Í lok fundarins verður gerð samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa. „Sem eru náttúrulega fjölmargir hér á Suðurnesjum þannig að við erum svona að veita íbúum upplýsingar og vonandi betri og meiri öryggistilfinningu að fundi loknum.“ Kjartan segir að áhyggjur íbúa séu að mestu bundnar við vatns- og orkumál. „En hér norðar á Reykjanesskaganum eru þetta meiri vangaveltur um hvernig við leysum það ef við missum heitt og kalt vatn og rafmagn ef orkuverið í Svartsengi skemmist eða fer undir hraun. Þá þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt hér. Það er svona sá ótti og áhyggjur sem helst liggur á fólki,“ segir Kjartan. Áframhaldandi landris og skjálftavirkni Skjálftavirknin í nótt var sambærileg þeirri sem einkenndi fyrrinótt en heldur færri stærri skjálftar riðu yfir á Reykjanesinu. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það hafa mælst um 550 skjálftar á svæðinu frá því á miðnætti en aðeins tveir þeirra hafa mælst yfir þremur að stærð þannig að skjálftavirkni heldur áfram á svæðinu.“ Annar þeirra stóru reið yfir klukkan hálf eitt í nótt og mældist 3,4 að stærð og hinn laust eftir klukkan fimm og mældist 3 að stærð. GPS mælar við fjallið Þorbjörn sýna að landrisið heldur áfram á svipuðu róli og verið hefur. „Kvikusöfnunin heldur áfram og er á þessu fimm kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Ef miðað er við upphafsdag atburðarásarinnar 27. október til dagsins í dag, hefur land risið nokkuð jafnt þó hraðinn í ferlinu hafi breyst á milli daga en það er búist áfram við kviðukenndri skjálftavirkni á meðan við erum að greina þessa kvikusöfnun.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00 Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12 „Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Íbúar og atvinnurekendur svæðisins munu fá tækifæri til að bera fram allar þær spurningar sem á þeim brenna um jarðhræringarnar. Í síðustu viku var sambærilegur fundur haldinn fyrir íbúa Grindavíkur sem eru næst virkninni. Tvær almannavarnarnefndir eru að störfum á svæðinu, önnur í Grindavík og hin er sameiginleg fyrir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar stýrir fundinum. „Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður til þess að veita upplýsingar til íbúa og annarra sem áhuga kunna að hafa. Eftir að frummælendur, sem koma víða að, hafa lokið sínum erindum þá verður opnað fyrir spurningar og fundagestir geta þá lagt spurningar fyrir frummælendur sem verða frá Veðurstofu, Almannvörnum, Ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri og fleiri. Orkufyrirtækin verða þarna bæði, HS Veitur og Hs Orka,“ segir Kjartan. Á Facebooksíðu Reykjanesbæjar geta þeir sem heima sitja sent inn spurningar og reynt verður að koma þeim öllum á framfæri. Í lok fundarins verður gerð samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa. „Sem eru náttúrulega fjölmargir hér á Suðurnesjum þannig að við erum svona að veita íbúum upplýsingar og vonandi betri og meiri öryggistilfinningu að fundi loknum.“ Kjartan segir að áhyggjur íbúa séu að mestu bundnar við vatns- og orkumál. „En hér norðar á Reykjanesskaganum eru þetta meiri vangaveltur um hvernig við leysum það ef við missum heitt og kalt vatn og rafmagn ef orkuverið í Svartsengi skemmist eða fer undir hraun. Þá þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt hér. Það er svona sá ótti og áhyggjur sem helst liggur á fólki,“ segir Kjartan. Áframhaldandi landris og skjálftavirkni Skjálftavirknin í nótt var sambærileg þeirri sem einkenndi fyrrinótt en heldur færri stærri skjálftar riðu yfir á Reykjanesinu. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það hafa mælst um 550 skjálftar á svæðinu frá því á miðnætti en aðeins tveir þeirra hafa mælst yfir þremur að stærð þannig að skjálftavirkni heldur áfram á svæðinu.“ Annar þeirra stóru reið yfir klukkan hálf eitt í nótt og mældist 3,4 að stærð og hinn laust eftir klukkan fimm og mældist 3 að stærð. GPS mælar við fjallið Þorbjörn sýna að landrisið heldur áfram á svipuðu róli og verið hefur. „Kvikusöfnunin heldur áfram og er á þessu fimm kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Ef miðað er við upphafsdag atburðarásarinnar 27. október til dagsins í dag, hefur land risið nokkuð jafnt þó hraðinn í ferlinu hafi breyst á milli daga en það er búist áfram við kviðukenndri skjálftavirkni á meðan við erum að greina þessa kvikusöfnun.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00 Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12 „Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00
Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12
„Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36