Eigum við að umbera einelti? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2023 22:00 Dagur gegn einelti er í dag. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum degi sérstaklega og hvetja sem flesta til að hafa daginn í hávegum í skólum og öðrum stofnunum landsins. Því miður hefur einelti örugglega alltaf fylgt okkur mannfólkinu og byggði mögulega upphaflega á þeirri miklu líffræðilegu þörf hjá okkur að tilheyra hóp þegar við vorum frumstæðari. Þá gat það verið spurning um líf eða dauða hvort allir fengu að vera hluti af hópnum, ef einhver var útilokaður úr hópnum var erfiðara fyrir hann að komast lífs af. Við höfum enn þessa miklu þörf fyrir að tilheyra þrátt fyrir að við höfum þróast mikið. Og enn eru mörg börn sem verða fyrir einelti. Hugmyndir og þekking sérfræðinga á einelti hefur þróast frá því að viðfangsefnið var fyrst rannsakað. UNESCO skilgreindi einelti nýlega á eftirfarandi hátt: Einelti er skaðlegt félagslegt atferli sem einkennist af valdaójafnvægi sem myndast vegna viðmiða sem sett eru í samfélaginu og innan stofnana þess. Það er oft endurtekið og birtist sem óæskileg mannleg hegðun og veldur líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum skaða á viðkomandi einstaklingum eða hópum. Þessi skilgreining er í samræmi við þá sem notast er við í Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Öll tilheyrum við ýmsum hópum þar sem ákveðin viðmið eru ríkjandi um hvað sé talið rétt og rangt, gott og vont, flott og glatað. Þeir sem falla ekki að þessum viðmiðum eiga það á hættu að fá ekki að tilheyra hópnum, eru útskúfaðir og hundsaðir. Þar sem við höfum þessa miklu þörf til að tilheyra hópnum gerum við oft margt til að tryggja veru okkar þar. Við samsömum okkur jafnvel hópnum og breytum á yfirborðinu til dæmis hvernig við klæðumst, hvernig tónlist við hlustum á eða hvaða tómstundir við iðkum til að vera hluti af hópnum. Þeir sem skera sig úr verða fyrir aðkasti, ýmist vegna einhvers sem hópurinn lítur á sem veikleika eða yfirburða styrkleika sem ógnar líka norminu. Enginn í hópnum þorir að standa með þeim sem er útilokaður því þeir eru hræddir um að verða refsað og útilokaðir sjálfir. Þannig mótast menning sem verður samþykkt vegna þess að enginn bregst við og hefur kjark og getu til að breyta henni. Því er mikilvægt að börn læri frá unga aldri um tilfinningar, líðan, samskipti og tjáningu. Með því að leggja strax á fyrstu æviárunum áherslu á að börn setji sér og öðrum mörk í samskiptum erum við að valdefla þau. Með því að vera sjálf góðar fyrirmyndir barnanna í samskiptum og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, kennum við börnunum víðsýni, umhyggju, samkennd og síðast en ekki síst; umburðarlyndi Barnaheill leggja áherslu á umburðarlyndi í tengslum við Dag gegn einelti með sérstökum Dögum umburðarlyndis. Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en 70 ár bent á mikilvægi þess að tileinka sér það. Í dag, hefur þörfin fyrir umburðarlyndi ekki minnkað, síður en svo. Margt hefur breyst í samfélaginu og áunnist ef litið er til baka. En þrátt fyrir miklar breytingar er ekki þar með sagt að umburðarlyndi hafi sjálfkrafa aukist á meðal fólks. Jú, það er staðreynd að auðveldara er að eiga samskipti við fólk hvaðanæva að, meðal annars með tilkomu samfélagsmiðla. Þar er í mörgum tilfellum með einföldum hætti hægt að fá innsýn í daglegt líf hvers og eins. Þessari framþróun hefur þó ekki sjálfkrafa fylgt meiri skilningur á fjölbreytileika einstaklinga, uppruna þeirra, útliti, kyni, kynhneigð, menningu, trúarbrögðum og fleira. Samfélög verða sem betur fer sífellt fjölbreyttari en samhliða því hefur því miður myndast aukið óþol gagnvart margbreytileikanum. Það hefur meðal annars birst með auknum mannréttindabrotum, ýmsum öfgum og hatursorðræðu gagnvart ákveðnum hópum fólks. Umburðarlyndi snýr ekki eingöngu að því að umbera annað fólk og sýna því einhverja aumingjagæsku vegna þess að einhver annar hefur sagt til um það. Hugtakið felur miklu meira í sér. Í námsefni Vináttu er umburðarlyndi skilgreint á eftirfarandi hátt: Að skilja mikilvægi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu. Þannig er einblínt á styrkleikana sem eru fólgnir í því að við séum mismunandi og það gerir samfélagið/bekkinn/hópinn sterkari og betri þegar allir eru metnir af eigin verðleikum. Enginn einstaklingur á að þurfa að breyta því hvernig hann er til að falla í hópinn heldur er hann samþykktur eins og hann er. Umburðarlyndi er því gríðarlega mikilvægt gildi til að skapa börnum og ungmennum öryggi til að vera þau sjálf. Sýnum hvert öðru umburðarlyndi en umberum aldrei einelti. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dagur gegn einelti er í dag. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum degi sérstaklega og hvetja sem flesta til að hafa daginn í hávegum í skólum og öðrum stofnunum landsins. Því miður hefur einelti örugglega alltaf fylgt okkur mannfólkinu og byggði mögulega upphaflega á þeirri miklu líffræðilegu þörf hjá okkur að tilheyra hóp þegar við vorum frumstæðari. Þá gat það verið spurning um líf eða dauða hvort allir fengu að vera hluti af hópnum, ef einhver var útilokaður úr hópnum var erfiðara fyrir hann að komast lífs af. Við höfum enn þessa miklu þörf fyrir að tilheyra þrátt fyrir að við höfum þróast mikið. Og enn eru mörg börn sem verða fyrir einelti. Hugmyndir og þekking sérfræðinga á einelti hefur þróast frá því að viðfangsefnið var fyrst rannsakað. UNESCO skilgreindi einelti nýlega á eftirfarandi hátt: Einelti er skaðlegt félagslegt atferli sem einkennist af valdaójafnvægi sem myndast vegna viðmiða sem sett eru í samfélaginu og innan stofnana þess. Það er oft endurtekið og birtist sem óæskileg mannleg hegðun og veldur líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum skaða á viðkomandi einstaklingum eða hópum. Þessi skilgreining er í samræmi við þá sem notast er við í Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Öll tilheyrum við ýmsum hópum þar sem ákveðin viðmið eru ríkjandi um hvað sé talið rétt og rangt, gott og vont, flott og glatað. Þeir sem falla ekki að þessum viðmiðum eiga það á hættu að fá ekki að tilheyra hópnum, eru útskúfaðir og hundsaðir. Þar sem við höfum þessa miklu þörf til að tilheyra hópnum gerum við oft margt til að tryggja veru okkar þar. Við samsömum okkur jafnvel hópnum og breytum á yfirborðinu til dæmis hvernig við klæðumst, hvernig tónlist við hlustum á eða hvaða tómstundir við iðkum til að vera hluti af hópnum. Þeir sem skera sig úr verða fyrir aðkasti, ýmist vegna einhvers sem hópurinn lítur á sem veikleika eða yfirburða styrkleika sem ógnar líka norminu. Enginn í hópnum þorir að standa með þeim sem er útilokaður því þeir eru hræddir um að verða refsað og útilokaðir sjálfir. Þannig mótast menning sem verður samþykkt vegna þess að enginn bregst við og hefur kjark og getu til að breyta henni. Því er mikilvægt að börn læri frá unga aldri um tilfinningar, líðan, samskipti og tjáningu. Með því að leggja strax á fyrstu æviárunum áherslu á að börn setji sér og öðrum mörk í samskiptum erum við að valdefla þau. Með því að vera sjálf góðar fyrirmyndir barnanna í samskiptum og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, kennum við börnunum víðsýni, umhyggju, samkennd og síðast en ekki síst; umburðarlyndi Barnaheill leggja áherslu á umburðarlyndi í tengslum við Dag gegn einelti með sérstökum Dögum umburðarlyndis. Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en 70 ár bent á mikilvægi þess að tileinka sér það. Í dag, hefur þörfin fyrir umburðarlyndi ekki minnkað, síður en svo. Margt hefur breyst í samfélaginu og áunnist ef litið er til baka. En þrátt fyrir miklar breytingar er ekki þar með sagt að umburðarlyndi hafi sjálfkrafa aukist á meðal fólks. Jú, það er staðreynd að auðveldara er að eiga samskipti við fólk hvaðanæva að, meðal annars með tilkomu samfélagsmiðla. Þar er í mörgum tilfellum með einföldum hætti hægt að fá innsýn í daglegt líf hvers og eins. Þessari framþróun hefur þó ekki sjálfkrafa fylgt meiri skilningur á fjölbreytileika einstaklinga, uppruna þeirra, útliti, kyni, kynhneigð, menningu, trúarbrögðum og fleira. Samfélög verða sem betur fer sífellt fjölbreyttari en samhliða því hefur því miður myndast aukið óþol gagnvart margbreytileikanum. Það hefur meðal annars birst með auknum mannréttindabrotum, ýmsum öfgum og hatursorðræðu gagnvart ákveðnum hópum fólks. Umburðarlyndi snýr ekki eingöngu að því að umbera annað fólk og sýna því einhverja aumingjagæsku vegna þess að einhver annar hefur sagt til um það. Hugtakið felur miklu meira í sér. Í námsefni Vináttu er umburðarlyndi skilgreint á eftirfarandi hátt: Að skilja mikilvægi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu. Þannig er einblínt á styrkleikana sem eru fólgnir í því að við séum mismunandi og það gerir samfélagið/bekkinn/hópinn sterkari og betri þegar allir eru metnir af eigin verðleikum. Enginn einstaklingur á að þurfa að breyta því hvernig hann er til að falla í hópinn heldur er hann samþykktur eins og hann er. Umburðarlyndi er því gríðarlega mikilvægt gildi til að skapa börnum og ungmennum öryggi til að vera þau sjálf. Sýnum hvert öðru umburðarlyndi en umberum aldrei einelti. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun