Mennt er máttur Tómas A. Tómasson skrifar 9. nóvember 2023 11:01 Menntakerfið er ein af grunnundirstöðum samfélagsins og þar spilar námslánakerfið lykilhlutverk. Námslán hafa gert fjölda fólks kleift að öðlast menntun, sem ella hefði þurft að hverfa frá námi og halda út á vinnumarkað. Óumdeilt er að aukinn aðgangur að menntun án tillits til efnahags dregur úr stéttaskiptingu og eykur verðmætasköpun í samfélaginu, en námslánakerfið er langt frá því að vera fullkomið. Námslán eru háð ýmsum skilyrðum og lítið þarf að fara úrskeiðis til þess að námsmenn missi bróðurpart framfærslu sinnar. Ég tel eina helstu hindrun í vegi námsmanna, sem þurfa að treysta á framfærslulán frá Menntasjóði, vera reglur um skerðingar á framfærslu vegna tekna. Hafi námsmaður tekjur umfram frítekjumörk skerðist framfærsla frá Menntasjóði verulega. Þetta er sérstaklega íþyngjandi í ljósi þess að framfærsla Menntasjóðs dugar almennt ekki ein og sér til að greiða fyrir fæði, klæði og húsnæði. Einhleypur nemandi sem býr á stúdentagörðum getur fengið framfærslulán að fjárhæð 237.220 kr. á mánuði miðað við framfærslu í níu mánuði á ári en þarf að greiða 128.945 kr. í leigu fyrir stúdíóíbúð hjá stúdentagörðum. Mismunurinn, 108.275 kr., dugar skammt til framfærslu. Frítekjumark framfærslulána Menntasjóðs er aðeins 1.622.000 kr. á ári. Ef námsmaður er í fullri vinnu í þrjá mánuði á hverju sumri með 407.000 kr. í mánaðarlaun[1] þá er svigrúmið til frekari tekjuöflunar yfir námsveturinn lítið sem ekkert, eða tæpar 45.000 kr. á mánuði uns tekjur byrja að hafa áhrif á framfærslu frá Menntasjóði. Þær launatekjur sem námsmaður hefur umfram frítekjumarkið skila sáralitlu, enda skerða þær framfærslulán um 45% auk þess sem greiða þarf af þeim tekjuskatt eftir að persónuafsláttur er fullnýttur. Það er erfitt að skilja hver rökin eru fyrir því að skerða svo verulega námslán vegna tekna námsmanna. Varla er það svo að atvinnuþátttaka námsmanna sé samfélaginu skaðleg. Þvert á móti skapa þeir verðmæti með vinnu sinni. Ef gengið er út frá því að menntun sé samfélagslega arðbær fjárfesting þá á að sjá til þess að menntun sé öllum aðgengileg án tillits til efnahags. Svo verulegar tekjuskerðingar, þegar grunnframfærslan er eins lítil og raun ber vitni, fela í sér mismunun á grundvelli efnahags. Nám á að vera öllum aðgengilegt en ekki aðeins þeim sem geta treyst á fjárhagslegan stuðning frá fjölskyldu sinni. Ef ekki er gripið í taumana er hættan sú að menntun verði brátt aðeins fyrir börn hinna efnameiri. Þá er það mikilvægur þáttur í menntun margra að læra af vinnu. Nemendur sækja gjarnan um störf sem tengjast námi þeirra í þeim tilgangi að auka við reynslu og þekkingu á viðkomandi sviði. Samfélagið á að taka slíku frumkvæði fagnandi. Eins og kerfið er uppbyggt í dag er lítill fjárhagslegur ávinningur af starfsnámi. Afleiðingarnar eru þær að fyrirtæki og stofnanir hafa tekið upp á því að bjóða námsmönnum launalaust starfsnám. Námsmönnum er því ekki aðeins ætlað að lifa undir fátæktarmörkum heldur eiga þeir einnig að vinna samhliða námi launalaust. Þetta er hættuleg þróun. Það á að verðlauna námsmenn fyrir dugnað, í stað þess að refsa þeim fyrir. Það er nauðsynlegt að draga úr tekjuskerðingum og veita nemendum færi á að spreyta sig á vinnumarkaði og leyfa þeim að njóta góðs af. Það mun ekki hafa neikvæð áhrif á ríkissjóð að draga úr tekjuskerðingum námsmanna. Framfærslulán til nemenda eru fjárfesting sem skilar miklum samfélagslegum ábata. Þau eru á endanum greidd til baka og verðmætasköpun í samfélaginu verður meiri eftir því sem menntun eykst. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. [1] Miðað við lægstu launataxta fyrir fullt starf samkvæmt gildandi kjarasamningi VR og SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Námslán Hagsmunir stúdenta Alþingi Tómas A. Tómasson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Menntakerfið er ein af grunnundirstöðum samfélagsins og þar spilar námslánakerfið lykilhlutverk. Námslán hafa gert fjölda fólks kleift að öðlast menntun, sem ella hefði þurft að hverfa frá námi og halda út á vinnumarkað. Óumdeilt er að aukinn aðgangur að menntun án tillits til efnahags dregur úr stéttaskiptingu og eykur verðmætasköpun í samfélaginu, en námslánakerfið er langt frá því að vera fullkomið. Námslán eru háð ýmsum skilyrðum og lítið þarf að fara úrskeiðis til þess að námsmenn missi bróðurpart framfærslu sinnar. Ég tel eina helstu hindrun í vegi námsmanna, sem þurfa að treysta á framfærslulán frá Menntasjóði, vera reglur um skerðingar á framfærslu vegna tekna. Hafi námsmaður tekjur umfram frítekjumörk skerðist framfærsla frá Menntasjóði verulega. Þetta er sérstaklega íþyngjandi í ljósi þess að framfærsla Menntasjóðs dugar almennt ekki ein og sér til að greiða fyrir fæði, klæði og húsnæði. Einhleypur nemandi sem býr á stúdentagörðum getur fengið framfærslulán að fjárhæð 237.220 kr. á mánuði miðað við framfærslu í níu mánuði á ári en þarf að greiða 128.945 kr. í leigu fyrir stúdíóíbúð hjá stúdentagörðum. Mismunurinn, 108.275 kr., dugar skammt til framfærslu. Frítekjumark framfærslulána Menntasjóðs er aðeins 1.622.000 kr. á ári. Ef námsmaður er í fullri vinnu í þrjá mánuði á hverju sumri með 407.000 kr. í mánaðarlaun[1] þá er svigrúmið til frekari tekjuöflunar yfir námsveturinn lítið sem ekkert, eða tæpar 45.000 kr. á mánuði uns tekjur byrja að hafa áhrif á framfærslu frá Menntasjóði. Þær launatekjur sem námsmaður hefur umfram frítekjumarkið skila sáralitlu, enda skerða þær framfærslulán um 45% auk þess sem greiða þarf af þeim tekjuskatt eftir að persónuafsláttur er fullnýttur. Það er erfitt að skilja hver rökin eru fyrir því að skerða svo verulega námslán vegna tekna námsmanna. Varla er það svo að atvinnuþátttaka námsmanna sé samfélaginu skaðleg. Þvert á móti skapa þeir verðmæti með vinnu sinni. Ef gengið er út frá því að menntun sé samfélagslega arðbær fjárfesting þá á að sjá til þess að menntun sé öllum aðgengileg án tillits til efnahags. Svo verulegar tekjuskerðingar, þegar grunnframfærslan er eins lítil og raun ber vitni, fela í sér mismunun á grundvelli efnahags. Nám á að vera öllum aðgengilegt en ekki aðeins þeim sem geta treyst á fjárhagslegan stuðning frá fjölskyldu sinni. Ef ekki er gripið í taumana er hættan sú að menntun verði brátt aðeins fyrir börn hinna efnameiri. Þá er það mikilvægur þáttur í menntun margra að læra af vinnu. Nemendur sækja gjarnan um störf sem tengjast námi þeirra í þeim tilgangi að auka við reynslu og þekkingu á viðkomandi sviði. Samfélagið á að taka slíku frumkvæði fagnandi. Eins og kerfið er uppbyggt í dag er lítill fjárhagslegur ávinningur af starfsnámi. Afleiðingarnar eru þær að fyrirtæki og stofnanir hafa tekið upp á því að bjóða námsmönnum launalaust starfsnám. Námsmönnum er því ekki aðeins ætlað að lifa undir fátæktarmörkum heldur eiga þeir einnig að vinna samhliða námi launalaust. Þetta er hættuleg þróun. Það á að verðlauna námsmenn fyrir dugnað, í stað þess að refsa þeim fyrir. Það er nauðsynlegt að draga úr tekjuskerðingum og veita nemendum færi á að spreyta sig á vinnumarkaði og leyfa þeim að njóta góðs af. Það mun ekki hafa neikvæð áhrif á ríkissjóð að draga úr tekjuskerðingum námsmanna. Framfærslulán til nemenda eru fjárfesting sem skilar miklum samfélagslegum ábata. Þau eru á endanum greidd til baka og verðmætasköpun í samfélaginu verður meiri eftir því sem menntun eykst. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. [1] Miðað við lægstu launataxta fyrir fullt starf samkvæmt gildandi kjarasamningi VR og SA.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun