Um eflingu háskólanáms á landsbyggðinni – Suðurlands dæmið Ingunn Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 13:01 Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Um landið hafa byggst upp þekkingarsetur líkt og Háskólafélag Suðurlands þar sem nemendur geta komið og stundað fjarnám, tekið próf, hitt aðra nemendur og upplifað sig sem hluta af námssamfélagi. Hins vegar er það svo að framboð námsgreina er ekki endilega í samræmi við eftirspurnina, enda er enn þá aðeins takmarkaður hluti námsbrauta í boði sem fjarnám. Því skiptir það gríðarlegu máli að þau svæði sem ekki búa við háskóla leiti allra leiða til þess að efla og auka tækifæri til menntunar, að krefjast þess statt og stöðugt að háskólar landsins efli fjarnámið sitt, fjölgi greinum og verði raunverulega háskólar fyrir alla landsmenn. Hvað geta svæðin gert? Fyrir utan það að vera stöðugur þrýstingur á háskólana að efla og bæta sitt fjarnám, taka þátt í þróunarverkefnum og minna stöðugt á mikilvægi þess að landsbyggðin sitji ekki eftir þegar kemur að menntun á háskólastigi, þá hafa svæðin farið misjafnar leiðir að því að efla og hvetja nemendur „innan frá“. Á Suðurlandi var farin sú leið að stofna Vísinda- og rannsóknarsjóð sem hefur það markmið að styrkja lokaverkefni nemenda sem hafa skýra tengingu við Suðurland. Frá upphafi hefur sjóðurinn styrkt 42 verkefni af öllum toga, allt frá BA/BS verkefnum til doktorsverkefna. Þetta eru um 2-3 verkefni árlega og samkvæmt styrkþegum hefur sjóðurinn haft mikla þýðingu fyrir framgang þeirra. Niðurstöður rannsókna nemendanna leiða oftar en ekki af sér ný og áhugaverð verkefni sem nýtast á margan hátt til uppbyggingar á svæðinu, samfélaginu öllu til heilla. Sjáum til sólar Þó breytingar gerist oft hægt þá gerast þær engu að síður. Í nýju fjármögnunarlíkani Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins til háskólanna er gert ráð fyrir að 25% af heildarfjármögnun fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Þar segir að með þessum hluta sé ætlunin meðal annars að hvetja háskólana til þess að auka framboð greina í fjarnámi og stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi. Þó eflaust muni innleiðingin taka tíma er vonin sú að þetta verði skref í þá átt að háskólarnir sjái sér hag í því að bjóða íbúum landsbyggðarinnar upp á fjölbreyttara nám og aðgengi fyrir alla. Í millitíðinni halda þekkingarsetrin áfram að vera staður fyrir nemendur á landsbyggðinni til þess að fara í það fjarnám sem í boði er, veita þeim les- og prófaþjónustu og styrkja innviði náms með öllum tiltækum ráðum. Opið fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands Búið er að opna fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð fyrir árið 2024 og er frestur til þess að sækja um til 5. janúar. Við hvetjum nemendur til þess að skoða sjóðinn og sækja um, telji þeir verkefnin sín eiga erindi við Suðurland. Höfundur er framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og í stjórn Samtaka þekkingarsetra á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Vísindi Byggðamál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Um landið hafa byggst upp þekkingarsetur líkt og Háskólafélag Suðurlands þar sem nemendur geta komið og stundað fjarnám, tekið próf, hitt aðra nemendur og upplifað sig sem hluta af námssamfélagi. Hins vegar er það svo að framboð námsgreina er ekki endilega í samræmi við eftirspurnina, enda er enn þá aðeins takmarkaður hluti námsbrauta í boði sem fjarnám. Því skiptir það gríðarlegu máli að þau svæði sem ekki búa við háskóla leiti allra leiða til þess að efla og auka tækifæri til menntunar, að krefjast þess statt og stöðugt að háskólar landsins efli fjarnámið sitt, fjölgi greinum og verði raunverulega háskólar fyrir alla landsmenn. Hvað geta svæðin gert? Fyrir utan það að vera stöðugur þrýstingur á háskólana að efla og bæta sitt fjarnám, taka þátt í þróunarverkefnum og minna stöðugt á mikilvægi þess að landsbyggðin sitji ekki eftir þegar kemur að menntun á háskólastigi, þá hafa svæðin farið misjafnar leiðir að því að efla og hvetja nemendur „innan frá“. Á Suðurlandi var farin sú leið að stofna Vísinda- og rannsóknarsjóð sem hefur það markmið að styrkja lokaverkefni nemenda sem hafa skýra tengingu við Suðurland. Frá upphafi hefur sjóðurinn styrkt 42 verkefni af öllum toga, allt frá BA/BS verkefnum til doktorsverkefna. Þetta eru um 2-3 verkefni árlega og samkvæmt styrkþegum hefur sjóðurinn haft mikla þýðingu fyrir framgang þeirra. Niðurstöður rannsókna nemendanna leiða oftar en ekki af sér ný og áhugaverð verkefni sem nýtast á margan hátt til uppbyggingar á svæðinu, samfélaginu öllu til heilla. Sjáum til sólar Þó breytingar gerist oft hægt þá gerast þær engu að síður. Í nýju fjármögnunarlíkani Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins til háskólanna er gert ráð fyrir að 25% af heildarfjármögnun fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Þar segir að með þessum hluta sé ætlunin meðal annars að hvetja háskólana til þess að auka framboð greina í fjarnámi og stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi. Þó eflaust muni innleiðingin taka tíma er vonin sú að þetta verði skref í þá átt að háskólarnir sjái sér hag í því að bjóða íbúum landsbyggðarinnar upp á fjölbreyttara nám og aðgengi fyrir alla. Í millitíðinni halda þekkingarsetrin áfram að vera staður fyrir nemendur á landsbyggðinni til þess að fara í það fjarnám sem í boði er, veita þeim les- og prófaþjónustu og styrkja innviði náms með öllum tiltækum ráðum. Opið fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands Búið er að opna fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð fyrir árið 2024 og er frestur til þess að sækja um til 5. janúar. Við hvetjum nemendur til þess að skoða sjóðinn og sækja um, telji þeir verkefnin sín eiga erindi við Suðurland. Höfundur er framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og í stjórn Samtaka þekkingarsetra á landsbyggðinni.
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar