Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2023 19:26 Maja, Patryk, Sylwia og Gabriel Kunda. Vísir/Steingrímur Dúi Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. Aðrir hafa leitað á samfélagsmiðla. Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga var stofnaður seint í gærkvöldi og eru meðlimir hópsins orðnir tæplega tólf þúsund talsins. Það var þar sem Sylwia Kunda sá færslu frá manni sem bauð fram parhús sitt á Álftanesi. „Ég skrifaði til hans og hann sagði ekkert mál, þið getið komið strax. Hann hjálpaði okkur ótrúlega mikið. Við komum strax hingað,“ segir Sylwia. Átta í heimili Og þið þekkið þennan mann ekki neitt? „Nei.“ Og hafið aldrei hitt hann? „Aldrei, aldrei.“ Sylwia dvelur nú í húsinu ásamt eiginmanni sínum, börnum þeirra sem eru fjögurra og sex ára, foreldrum hennar, bróður og frænku. „Ég trúði þessu ekki, ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur og ég trúði þessu ekki. Hvað fólk er gott. Ég þekki marga Pólverja sem eru frá Grindavík og hafa margir fengið hjálp á Selfossi, Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Reykjavík,“ segir Sylwia. Forsetinn kom í heimsókn Þau voru nýbúin að koma sér fyrir á Álftanesi þegar fréttastofu bar að garði. Skömmu áður hafði enginn annar en forseti Íslands mætt og rætt við fjölskylduna. Sylwia vonast þó eftir að komast aftur heim sem fyrst. Fjölskyldan ásamt nýjasta nágrannanum, forseta Íslands.Vísir Við erum enn stressuð en samt líður okkur mjög vel. Ég vona að við getum sofið rótt í nótt og ekki verið stressuð um að eitthvað detti á hausinn á okkur. Garðabær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Aðrir hafa leitað á samfélagsmiðla. Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga var stofnaður seint í gærkvöldi og eru meðlimir hópsins orðnir tæplega tólf þúsund talsins. Það var þar sem Sylwia Kunda sá færslu frá manni sem bauð fram parhús sitt á Álftanesi. „Ég skrifaði til hans og hann sagði ekkert mál, þið getið komið strax. Hann hjálpaði okkur ótrúlega mikið. Við komum strax hingað,“ segir Sylwia. Átta í heimili Og þið þekkið þennan mann ekki neitt? „Nei.“ Og hafið aldrei hitt hann? „Aldrei, aldrei.“ Sylwia dvelur nú í húsinu ásamt eiginmanni sínum, börnum þeirra sem eru fjögurra og sex ára, foreldrum hennar, bróður og frænku. „Ég trúði þessu ekki, ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur og ég trúði þessu ekki. Hvað fólk er gott. Ég þekki marga Pólverja sem eru frá Grindavík og hafa margir fengið hjálp á Selfossi, Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Reykjavík,“ segir Sylwia. Forsetinn kom í heimsókn Þau voru nýbúin að koma sér fyrir á Álftanesi þegar fréttastofu bar að garði. Skömmu áður hafði enginn annar en forseti Íslands mætt og rætt við fjölskylduna. Sylwia vonast þó eftir að komast aftur heim sem fyrst. Fjölskyldan ásamt nýjasta nágrannanum, forseta Íslands.Vísir Við erum enn stressuð en samt líður okkur mjög vel. Ég vona að við getum sofið rótt í nótt og ekki verið stressuð um að eitthvað detti á hausinn á okkur.
Garðabær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira