Frá þessu segir á vef Landspítalans. „Óvissustig er fyrsta og vægasta stigun í viðbragðsáætlun Landspítala en samkvæmt henni hefst nú undirbúningur fyrir væntan atburð til að gæta fyllsta öryggis.
Stjórnendur á Landspítala fylgjast vel með þróun mála á Reykjanesi og eru fulltrúar spítalans hluti af teyminu sem starfar í samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð,“ segir á vef Landspítalans.
Neyðarstig almannavarna er nú í gildi vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og þar sem kvikugangurinn nái undir Grindavík. Veðurstofan metur það sem svo að staðan sé nánast óbreytt frá því í gær.