Segja eign sína nú verðlausa með öllu Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 15:24 Amanda segir fréttamanni Stöðvar 2 að hann geti sveijað sér uppá það að brúðarkransinn fari með. Hér huga þau hjón að aðstæðum, á þeim tíu mínútum sem hverjum og einum var úthlutað til að sækja verðmæti. vísir/vilhelm Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. „Nú við bara að reyna að taka mestu verðmæti sem við gátum ekki tekið með okkur á föstudeginum. Það var pínu panikk þá þegar það var bara einhverju hrúgað með. En nú erum við að klára að taka fötin, fjölskyldumyndir og þessa dýru hluti sem manni þykir vænt um,“ segir Ómar. Þó ástandið einkennist af óvissu er létt yfir þeim Amöndu og Ómari. Þau fara þó ekki í grafgötur með að óvissan sem nú hangir yfir sé ömurleg tilfinning. „Ógeðsleg. Maður veit ekki neitt. Maður sér eitthvað í fréttum. Eins og með okkur, maður sá bara einhverja sprungu rétt fyrir utan húsið okkar en vissum ekki neitt. Við vorum bara hrædd að koma í dag. Vissum ekkert í hvað við vorum að fara að ganga inn í. Það var rosalega óþægilegt.“ Útlitið skárra en þau óttuðust Þau segja útlitið inni fyrir skárra en þau héldu. „En ég tek eftir því að það er komin bunga í gólfið, garðurinn er ekki lengur sléttur, gagnstéttin hér fyrir framan húsið hefur lyfst upp þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Og meta stöðuna,“ segir Ómar. Þó ástandið sé svart er létt yfir þeim Ómari og Amöndu.vísir/vilhelm Komi til goss, komi ekki til goss… Hvernig verður að snúa aftur? „Óþægilegt. Ef verður ekki gos veit maður ekki hvort maður vill koma aftur. Maður horfir á eign sína sem verðlausa. Það er enginn að fara að kaupa þetta af manni, vilji maður fara. Og verði gos, það er heldur ekki þægilegt. Ef það verður nálægt… já, þetta er bara, ekki góð staða.“ Hvernig verður framhaldið hjá ykkur næstu daga? „Við fengum íbúð í Hveragerði og erum þar og fáum að vera í einhvern tímna. Svo verður bara að taka þetta dag frá degi.“ Brúðkaupskransinn skal með Amanda talar ensku og hún var spurð um blómakrans sem hún hafði í höndum. „Hann er frá því við giftum okkur á síðasta ári,“ sagði Amanda og sagði fréttakonu að hún gæti sveijað sér uppá það að hún ætlaði sér að taka hann með sér. „Ég vil bara fara heim,“ sagði hún spurð hvað hún vildi gera? Þegar um hægist. „Þetta er frábært samfélag og við eigum hér ættingja og vini. Hér viljum við vera. Gott að fá að koma og sjá að þetta er ekki eins svakalegt ástand og okkur var gert að trúa. Ég vil ekki fara, en við eigum víst engan annan kost í stöðunni.“ Ómar, þú skrifaðir eftirminnilegan miða á útihurðina: eldgosafrí? „Heyrðu, ég var bara eitthvað í vinnunni og sá að við áttum að setja einhvern hundleiðinlegan miða í gluggann. Og ég hugsaði að það gæti verið gaman fyrir björgunarsveitarmennina að sjá eitthvað annað og fyndið. Ég reiknaði ekki með að það myndi fara lengi en gott að einhverjir geti hlegið að þessu,“ segir Ómar. Og telur að húmorinn bjargvætt í aðstæðum sem þessum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
„Nú við bara að reyna að taka mestu verðmæti sem við gátum ekki tekið með okkur á föstudeginum. Það var pínu panikk þá þegar það var bara einhverju hrúgað með. En nú erum við að klára að taka fötin, fjölskyldumyndir og þessa dýru hluti sem manni þykir vænt um,“ segir Ómar. Þó ástandið einkennist af óvissu er létt yfir þeim Amöndu og Ómari. Þau fara þó ekki í grafgötur með að óvissan sem nú hangir yfir sé ömurleg tilfinning. „Ógeðsleg. Maður veit ekki neitt. Maður sér eitthvað í fréttum. Eins og með okkur, maður sá bara einhverja sprungu rétt fyrir utan húsið okkar en vissum ekki neitt. Við vorum bara hrædd að koma í dag. Vissum ekkert í hvað við vorum að fara að ganga inn í. Það var rosalega óþægilegt.“ Útlitið skárra en þau óttuðust Þau segja útlitið inni fyrir skárra en þau héldu. „En ég tek eftir því að það er komin bunga í gólfið, garðurinn er ekki lengur sléttur, gagnstéttin hér fyrir framan húsið hefur lyfst upp þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Og meta stöðuna,“ segir Ómar. Þó ástandið sé svart er létt yfir þeim Ómari og Amöndu.vísir/vilhelm Komi til goss, komi ekki til goss… Hvernig verður að snúa aftur? „Óþægilegt. Ef verður ekki gos veit maður ekki hvort maður vill koma aftur. Maður horfir á eign sína sem verðlausa. Það er enginn að fara að kaupa þetta af manni, vilji maður fara. Og verði gos, það er heldur ekki þægilegt. Ef það verður nálægt… já, þetta er bara, ekki góð staða.“ Hvernig verður framhaldið hjá ykkur næstu daga? „Við fengum íbúð í Hveragerði og erum þar og fáum að vera í einhvern tímna. Svo verður bara að taka þetta dag frá degi.“ Brúðkaupskransinn skal með Amanda talar ensku og hún var spurð um blómakrans sem hún hafði í höndum. „Hann er frá því við giftum okkur á síðasta ári,“ sagði Amanda og sagði fréttakonu að hún gæti sveijað sér uppá það að hún ætlaði sér að taka hann með sér. „Ég vil bara fara heim,“ sagði hún spurð hvað hún vildi gera? Þegar um hægist. „Þetta er frábært samfélag og við eigum hér ættingja og vini. Hér viljum við vera. Gott að fá að koma og sjá að þetta er ekki eins svakalegt ástand og okkur var gert að trúa. Ég vil ekki fara, en við eigum víst engan annan kost í stöðunni.“ Ómar, þú skrifaðir eftirminnilegan miða á útihurðina: eldgosafrí? „Heyrðu, ég var bara eitthvað í vinnunni og sá að við áttum að setja einhvern hundleiðinlegan miða í gluggann. Og ég hugsaði að það gæti verið gaman fyrir björgunarsveitarmennina að sjá eitthvað annað og fyndið. Ég reiknaði ekki með að það myndi fara lengi en gott að einhverjir geti hlegið að þessu,“ segir Ómar. Og telur að húmorinn bjargvætt í aðstæðum sem þessum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18