„Það verður erfiðara og erfiðara að fara um svæðið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:11 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir fjölmörg verkefni nú í vinnslu hjá Almannavörnum, bæði í samhæfingarstöðinni og í aðgerðarstjórninni. Stöð 2 Land heldur áfram að síga í Grindavík og nýjar sprungur myndast í sífellu að sögn sviðsstjóra Almannavarna. Breytingarnar séu sýnilegar á milli daga og því þurfi að gera auknar öryggiskröfur í dag til þeirra sem fái að sækja nauðsynjar og verðmæta í bæinn í dag. Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesi í nótt á svipuðu róli og daginn áður. Stærsti skjálftinn í nótt var 3,1 að stærð. Í nótt samþykkti Alþingi frumvarp um vernd innviða á Reykjanesskaga sem hefur nú þegar tekið gildi. Ríkinu er nú heimilt að ráðast í gerð varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi auk þess að vernda aðra mikilvæga innviði. Fyrirtæki og þeir íbúar í Grindavík sem komust ekki í bæinn í gær fá tækifæri í dag til að bjarga nauðsynjum og verðmætum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að miðað við nýjasta hættumatið sé ljóst að gera þurfi auknar öryggiskröfur til þeirra sem fara inn í bæinn í dag frá því í gær. Grindavík hafi verið skipt í þrjú svæði eftir hættu og hættulegasta svæðið sé sigdalurinn svokallaði. „Það svæði heldur áfram að síga og þar eru sífellt að myndast nýjar sprungur á yfirborðinu. Við skilgreinum þetta svæði svolítið eins og skriðjökul sem er mikið sprunginn og jafnvel snjóað aðeins yfir þannig það er verulega hættulegt að vera inni á því svæði. Það er stefnt að því að þeir sem ekki komust heim til sín í gær, á tveimur fyrrnefndu svæðunum fái að fara þangað í dag og síðan er unnið að því að hægt verði að fara á einhvern hluta á hinu svæðinu þá í fygld viðbragðsaðila og þá í sérstöku viðbragði,“ segir Víðir. Hvert heimili fái um fimm mínútur til að sækja nauðsynjar. Því styttra sem fólk er inni í bænum því minni sé áhættan. „Þetta er engin bein verðmætabjörgun í fjármálaskilningi en þetta er auðvitað verðmætabjörgun meira í tilfinningalegum skilningi sem er að fara fram þarna,“ segir Víðir og bætir við að fyrirtækin sem fái að fara inn séu í meiri verðmætabjörgun. „Þá sérstaklega frystigeymslurnar sem verið er að tæma.“ Víðir segir ómögulegt að segja til um framhaldið næstu daga, óvissan sé mikil á meðan land heldur áfram að síga. „Við það eykst með hverjum deginum hættan þarna og við sjáum það svona á milli daga að það eru að opnast fleiri sprungur og breytingin er sýnilega á milli daga. Það verður erfiðara og erfiðara að minnsta kosti að fara um svæðið.“ Líkur á gosi séu óbreyttar og segir Víðir áskoranirnar fram undan vera gríðarlegar. Komi til neyðarrýmingar í bænum sé sá tímarammi skammur og viðbúnaðurinn sé í takt við það. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“ Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag. 13. nóvember 2023 14:46 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesi í nótt á svipuðu róli og daginn áður. Stærsti skjálftinn í nótt var 3,1 að stærð. Í nótt samþykkti Alþingi frumvarp um vernd innviða á Reykjanesskaga sem hefur nú þegar tekið gildi. Ríkinu er nú heimilt að ráðast í gerð varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi auk þess að vernda aðra mikilvæga innviði. Fyrirtæki og þeir íbúar í Grindavík sem komust ekki í bæinn í gær fá tækifæri í dag til að bjarga nauðsynjum og verðmætum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að miðað við nýjasta hættumatið sé ljóst að gera þurfi auknar öryggiskröfur til þeirra sem fara inn í bæinn í dag frá því í gær. Grindavík hafi verið skipt í þrjú svæði eftir hættu og hættulegasta svæðið sé sigdalurinn svokallaði. „Það svæði heldur áfram að síga og þar eru sífellt að myndast nýjar sprungur á yfirborðinu. Við skilgreinum þetta svæði svolítið eins og skriðjökul sem er mikið sprunginn og jafnvel snjóað aðeins yfir þannig það er verulega hættulegt að vera inni á því svæði. Það er stefnt að því að þeir sem ekki komust heim til sín í gær, á tveimur fyrrnefndu svæðunum fái að fara þangað í dag og síðan er unnið að því að hægt verði að fara á einhvern hluta á hinu svæðinu þá í fygld viðbragðsaðila og þá í sérstöku viðbragði,“ segir Víðir. Hvert heimili fái um fimm mínútur til að sækja nauðsynjar. Því styttra sem fólk er inni í bænum því minni sé áhættan. „Þetta er engin bein verðmætabjörgun í fjármálaskilningi en þetta er auðvitað verðmætabjörgun meira í tilfinningalegum skilningi sem er að fara fram þarna,“ segir Víðir og bætir við að fyrirtækin sem fái að fara inn séu í meiri verðmætabjörgun. „Þá sérstaklega frystigeymslurnar sem verið er að tæma.“ Víðir segir ómögulegt að segja til um framhaldið næstu daga, óvissan sé mikil á meðan land heldur áfram að síga. „Við það eykst með hverjum deginum hættan þarna og við sjáum það svona á milli daga að það eru að opnast fleiri sprungur og breytingin er sýnilega á milli daga. Það verður erfiðara og erfiðara að minnsta kosti að fara um svæðið.“ Líkur á gosi séu óbreyttar og segir Víðir áskoranirnar fram undan vera gríðarlegar. Komi til neyðarrýmingar í bænum sé sá tímarammi skammur og viðbúnaðurinn sé í takt við það.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“ Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag. 13. nóvember 2023 14:46 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“ Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag. 13. nóvember 2023 14:46
Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24
Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05
Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08