Ákærð fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem svipti sig lífi Árni Sæberg skrifar 15. nóvember 2023 13:17 Dziugas Petrauskas lést eftir hátt fall fram af Húsavíkurhöfða. Vísir/Vilhelm Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að höfða beri sakamál fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur konunni fyrir rangar sakargiftir, með því að hafa með rangri kæru og röngum framburði hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sunnudaginn 11. júlí og fimmtudaginn 15. júlí árið 2021, leitast við að koma því til leiðar að Dziugas Petrauskas, litháískur knattspyrnumaður og íbúi á Húsavík, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn konunni, í heimahúsi á Húsavík, aðfararnótt sunnudagsins 11. júlí sama ár. Kæra konunnar leiddi til þess að lögregla hóf rannsókn málsins og tók skýrslu af Dziugasi með réttarstöðu sakbornings. Þá var hann fluttur í fangelsið á Hólmsheiði þar sem hann sætti gæsluvarðhaldi í þrjá daga. Ætlað brot konunnar varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Rannsókn felld niður eftir að sakborningur svipti sig lífi Aðfararnótt mánudagsins 9. ágúst fannst Dziugas látinn í grýttri fjöru neðan við hátt klettabelti á Húsavíkurhöfða, að því er talið eftir tuttugu og fimm metra fall. Rannsókn málsins sem hófst eftir kæru konunnar var sjálfkrafa látin niður falla eftir sjálfsvíg Dziugasar. Dziugas var 27 ára gamall og hafði flutt til Íslands fyrr á árinu 2021. Hann hafði fengið starf hjá kísilverinu PCC á Bakka og starfað þar frá komu sinni. Í heimalandi sínu hafði hann verið öflugur knattspyrnumaður og meðal annars átt leiki með U18- og U19-landsliðum. Í ákæru er farið fram á að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu er einnig gerð miskabótakrafa fyrir hönd foreldra Dziugasar, sem krefjast þriggja milljóna króna hvor. Þá krefjast þeir um fjögur hundruð þúrund króna vegna útfararkostnaðar og málskostnaðar vegna bótakröfu. Krafan er gerð á grundvelli almennrar sakarreglu bótaréttar enda er enga lögmælta bótaábyrgð að finna í ákvæði hegningarlaga um rangar sakargiftir. Bar ekki saman um málsatvik Lögmaður foreldra Dziugasar kvartaði til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna málsins og sagði í kvörtun að brotið hafi verið á réttindum hans. Vísir hefur kvörtunina undir höndum en henni var vísað frá nefndinni og því beint til ríkissaksóknara að rannsaka rannsókn málsins, þar sem slík rannsókn væri ekki á forræði nefndarinnar. Í kvörtuninni er farið ítarlega yfir málavexti og framburð meints brotaþola, sakbornings og vitna. Haft er eftir konunni í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði reynt að segja Dziugas að hætta þegar hann hafði við hana samræði. Hún hefði á endanum frosið. Dziugas var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir kæru konunnar. Hann dvaldi í þrjá daga í fangelsinu á Hólmsheiði.Vísir/vilhelm Dziugas hafi hins vegar lýst atvikum svo að honum hefði verið boðið í partí á Húsavík og þegið boðið. Mikil gleði hafi verið í samkvæminu og þegar liðið hafði á kvöldið hefði hann farið ásamt konunni inn á baðherbergi þar sem þau hefðu sofið saman. Hann hafi fengið óyggjandi samþykki konunnar. Samskipti þeirra hefðu verið góð og hún hvorki verið hrædd né mótfallin kynmökum. Hefði hún ekki viljað þau hefði hún hvenær sem er getað kallað á hjálp og fólk í íbúðinni heyrt það. Vitni könnuðust ekkert við nauðgun Þá er í kvörtuninni fjallað um vitnisburði vitna, þeirra sem höfðu verið í samkvæminu í húsinu. Kona sem var í partíinu hvað meintan brotaþola vera æskuvinkonu sína sem hefði komið í heimsókn til Húsavíkur. Þær hafi verið í partíi og þar hefði konan og Dziugas farið að spjalla saman. Eftir að húsráðandi hafi farið að sofa hafi fjórir verið eftir í húsinu, konan, Dziugas, vitnið og ein kona til. Frá Húsavík þar sem konan var gestkomandi í partýi hjá æskuvinkonu sinni.Vísir/Vilhelm Vitnið sagði í skýrslutöku að það hefði séð Dziugas standa upp og taka rólega í höndina á konunni, sem hefði einnig staðið upp og þau farið saman inn baðherbergi. Vitnið hafi þá farið ásamt hinni konunni að hlera hvað væri að eiga sér stað inni á baði, enda hefði heyrst „að þau væru farin að gera eitthvað, makast eða eitthvað þannig inn á baði.“. Þá hafi í tvígang heyrst að Dziugas spurði „Is this ok?“ [Er þetta í lagi?], sem konan hafi í bæði skipti svarað játandi. Framburður hins vitnisins er sagður samhljóða þeim sem er reifaður hér að ofan. Í honum hafi einnig komið fram að hefði konan kallað á hjálp þá hefði það heyrst. Örsjaldan ákært í slíkum málum Ákvæði hegningarlaga um rangar sakargiftir er örsjaldan beitt í framkvæmd. Með snöggri leit á vef dómstólanna má sjá að það er oftast gert í ölvunarakstursmálum, þar sem ökumenn hafa sagst vera einhver annar en þeir eru í raun og veru. Þó er þetta ekki í fyrsta skipti sem ákært er fyrir rangar sakargiftir í kynferðisbrotamálum. Árið 2015 voru slík mál aðeins sjö í réttarsögunni. Þá var mál í hámæli vegna konu sem sakfelld var á báðum dómstigum fyrir að bera átta manns röngum sökum fyrir kynferðisbrot. Þá eru tvö ár síðan kona var sakfelld í Landsrétti bæði fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni sínum og fyrir rangar sakargiftir, með því að hafa sakað stjúpsoninn um nauðgun. Í samtali við Vísi segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari að það að kynferðisbrot sé fellt niður þýði ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga. Sönnunarbyrði í slíkum málum sé sú sama og þegar um ákæru um kynferðisbrot er að ræða. Þá segir hún að héraðssaksóknari gefi ekki út ákæru nema mál sé talið líklegt til sakfellingar. Nú muni þetta mál fara í hefðbundinn farveg fyrir dómstólum. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Norðurþing Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að höfða beri sakamál fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur konunni fyrir rangar sakargiftir, með því að hafa með rangri kæru og röngum framburði hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sunnudaginn 11. júlí og fimmtudaginn 15. júlí árið 2021, leitast við að koma því til leiðar að Dziugas Petrauskas, litháískur knattspyrnumaður og íbúi á Húsavík, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn konunni, í heimahúsi á Húsavík, aðfararnótt sunnudagsins 11. júlí sama ár. Kæra konunnar leiddi til þess að lögregla hóf rannsókn málsins og tók skýrslu af Dziugasi með réttarstöðu sakbornings. Þá var hann fluttur í fangelsið á Hólmsheiði þar sem hann sætti gæsluvarðhaldi í þrjá daga. Ætlað brot konunnar varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Rannsókn felld niður eftir að sakborningur svipti sig lífi Aðfararnótt mánudagsins 9. ágúst fannst Dziugas látinn í grýttri fjöru neðan við hátt klettabelti á Húsavíkurhöfða, að því er talið eftir tuttugu og fimm metra fall. Rannsókn málsins sem hófst eftir kæru konunnar var sjálfkrafa látin niður falla eftir sjálfsvíg Dziugasar. Dziugas var 27 ára gamall og hafði flutt til Íslands fyrr á árinu 2021. Hann hafði fengið starf hjá kísilverinu PCC á Bakka og starfað þar frá komu sinni. Í heimalandi sínu hafði hann verið öflugur knattspyrnumaður og meðal annars átt leiki með U18- og U19-landsliðum. Í ákæru er farið fram á að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu er einnig gerð miskabótakrafa fyrir hönd foreldra Dziugasar, sem krefjast þriggja milljóna króna hvor. Þá krefjast þeir um fjögur hundruð þúrund króna vegna útfararkostnaðar og málskostnaðar vegna bótakröfu. Krafan er gerð á grundvelli almennrar sakarreglu bótaréttar enda er enga lögmælta bótaábyrgð að finna í ákvæði hegningarlaga um rangar sakargiftir. Bar ekki saman um málsatvik Lögmaður foreldra Dziugasar kvartaði til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna málsins og sagði í kvörtun að brotið hafi verið á réttindum hans. Vísir hefur kvörtunina undir höndum en henni var vísað frá nefndinni og því beint til ríkissaksóknara að rannsaka rannsókn málsins, þar sem slík rannsókn væri ekki á forræði nefndarinnar. Í kvörtuninni er farið ítarlega yfir málavexti og framburð meints brotaþola, sakbornings og vitna. Haft er eftir konunni í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði reynt að segja Dziugas að hætta þegar hann hafði við hana samræði. Hún hefði á endanum frosið. Dziugas var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir kæru konunnar. Hann dvaldi í þrjá daga í fangelsinu á Hólmsheiði.Vísir/vilhelm Dziugas hafi hins vegar lýst atvikum svo að honum hefði verið boðið í partí á Húsavík og þegið boðið. Mikil gleði hafi verið í samkvæminu og þegar liðið hafði á kvöldið hefði hann farið ásamt konunni inn á baðherbergi þar sem þau hefðu sofið saman. Hann hafi fengið óyggjandi samþykki konunnar. Samskipti þeirra hefðu verið góð og hún hvorki verið hrædd né mótfallin kynmökum. Hefði hún ekki viljað þau hefði hún hvenær sem er getað kallað á hjálp og fólk í íbúðinni heyrt það. Vitni könnuðust ekkert við nauðgun Þá er í kvörtuninni fjallað um vitnisburði vitna, þeirra sem höfðu verið í samkvæminu í húsinu. Kona sem var í partíinu hvað meintan brotaþola vera æskuvinkonu sína sem hefði komið í heimsókn til Húsavíkur. Þær hafi verið í partíi og þar hefði konan og Dziugas farið að spjalla saman. Eftir að húsráðandi hafi farið að sofa hafi fjórir verið eftir í húsinu, konan, Dziugas, vitnið og ein kona til. Frá Húsavík þar sem konan var gestkomandi í partýi hjá æskuvinkonu sinni.Vísir/Vilhelm Vitnið sagði í skýrslutöku að það hefði séð Dziugas standa upp og taka rólega í höndina á konunni, sem hefði einnig staðið upp og þau farið saman inn baðherbergi. Vitnið hafi þá farið ásamt hinni konunni að hlera hvað væri að eiga sér stað inni á baði, enda hefði heyrst „að þau væru farin að gera eitthvað, makast eða eitthvað þannig inn á baði.“. Þá hafi í tvígang heyrst að Dziugas spurði „Is this ok?“ [Er þetta í lagi?], sem konan hafi í bæði skipti svarað játandi. Framburður hins vitnisins er sagður samhljóða þeim sem er reifaður hér að ofan. Í honum hafi einnig komið fram að hefði konan kallað á hjálp þá hefði það heyrst. Örsjaldan ákært í slíkum málum Ákvæði hegningarlaga um rangar sakargiftir er örsjaldan beitt í framkvæmd. Með snöggri leit á vef dómstólanna má sjá að það er oftast gert í ölvunarakstursmálum, þar sem ökumenn hafa sagst vera einhver annar en þeir eru í raun og veru. Þó er þetta ekki í fyrsta skipti sem ákært er fyrir rangar sakargiftir í kynferðisbrotamálum. Árið 2015 voru slík mál aðeins sjö í réttarsögunni. Þá var mál í hámæli vegna konu sem sakfelld var á báðum dómstigum fyrir að bera átta manns röngum sökum fyrir kynferðisbrot. Þá eru tvö ár síðan kona var sakfelld í Landsrétti bæði fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni sínum og fyrir rangar sakargiftir, með því að hafa sakað stjúpsoninn um nauðgun. Í samtali við Vísi segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari að það að kynferðisbrot sé fellt niður þýði ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga. Sönnunarbyrði í slíkum málum sé sú sama og þegar um ákæru um kynferðisbrot er að ræða. Þá segir hún að héraðssaksóknari gefi ekki út ákæru nema mál sé talið líklegt til sakfellingar. Nú muni þetta mál fara í hefðbundinn farveg fyrir dómstólum. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Norðurþing Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum