Að Háma í sig pening Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 15. nóvember 2023 14:00 Háma er allt of dýr. Það veit hver stúdent sem að hefur a) verslað í Hámu, og b) verslað í öðrum verslunum á Íslandi. Í kosningabaráttunni í vor gerði Vaka verðsamanburð á Hámu og Bakkanum, sjoppunni á Eyrarbakka. Bakkinn rekur sig á viðskiptum fólks sem mætir til þess að dæla sér dýrindis ÓB bensíni og stekkur inn til að kaupa sér kannski eina sykurlausa appelsín og Eitt sett. Til samanburðar hefur Háma tryggð viðskipti við þúsundir stúdenta á hverjum degi, er þar að auki ekki rekin í hagnaðarskyni og er undanþegin tekjuskatti og útsvari. Því kom það okkur verulega á óvart að það er töluvert dýrara að versla í Hámu en í sjoppunni á Eyrarbakka. Til samanburðar kostaði Nocco 370 krónur á Eyrarbakka en 415 krónur í Hámu, Hleðsla 315 krónur á Eyrarbakka en 435 krónur í Hámu og skyrdolla 290 krónur á Eyrarbakka en 375 krónur í Hámu. Maður spyr sig: Hvernig stendur eiginlega á þessu? Háma er rekin af Félagsstofnun stúdenta (FS) sem allir stúdentar Háskóla Íslands eiga aðild að, lögum samkvæmt. FS lýsir sér svohljóðandi á heimasíðu sinni: FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur. Við í Vöku vildum kanna af hverju í ósköpunum hin óhagnaðardrifna Háma væri svona rosalega dýr, svo við báðum um að fá ársreikninga FS í hendurnar til að rýna í tölurnar. Þá kom í ljós að FS aðskilur ekki rekstur sinn í ársreikningum sínum. FS er nefnilega í gríðarlega fjölbreyttum rekstri, en stofnunin rekur Stúdentagarða, Hámu, Bóksöluna (og Bókakaffið), Stúdentakjallarann, tvo leikskóla, Salatbarinn, Kaupfélag stúdenta (?) og Student Hostel (???). Í ársreikningum FS eru allar þessar mismunandi rekstrareiningar samandregnar í eitt. Hvað þýðir það? Það þýðir að tekjur og gjöld allra mismunandi rekstrareininga FS blandast saman í einn graut svo það er engin leið að greina í sundur hvað gengur vel og hvað gengur illa. Það gæti alveg eins verið peningatætari staðsettur inni í horni á skrifstofu FS sem tætir í sig 20% af öllum tekjum stofnunarinnar og við myndum engan veginn geta komist að því. Því lagði Vaka fram tillögu á stúdentaráðsfundi þann 19. október um að SHÍ myndi beita sér fyrir því að FS birti ársreikninga sína á vefsíðu sinni og að þeir væru sundurliðaðir eftir rekstrareiningum. Okkar skoðun er sú að þar sem stúdentar við HÍ eru lögum samkvæmt aðilar að FS þá eigi þeir rétt á að fá grunnupplýsingar um hvernig peningum þeirra er varið innan stofnunarinnar. Vinir okkar í Röskvu voru þó ekki sammála okkur. Þeir töldu slíkt gagnsæi ekki nauðsynlegt og vildu ekki að allir stúdentar hefðu aðgang að þessum upplýsingum. En gott og vel, Vaka vann að praktískri málamiðlun á fundinum. Vaka fékk það í gegn að SHÍ mun beita sér fyrir því að samandregnu ársreikningarnir verði birtir á heimasíðu FS, en að sundurliðaðir ársreikningar verði gerðir aðgengilegir stúdentaráðsliðum á skrifstofu SHÍ í pappírsformi. Það þýðir að þú sem almennur stúdent munt ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum eins og Vaka vildi, en stúdentaráðsliðar geta samt komist í þær. Þetta er auðvitað ekki alveg gagnsæið sem Vaka fór fram á, en þó áfangasigur. Fulltrúar Vöku munu fylgja þessari samþykkt eftir og sjá til þess að þessir sundurliðuðu ársreikningarnir skili sér á skrifstofu SHÍ. Og þegar sundurliðaðir ársreikningar eru komnir á skrifstofu SHÍ munu fulltrúar Vöku liggja yfir þeim til þess að finna hvar vandamálin í rekstri FS kunna að vera og vinna áfram í áttina að bættum kjörum og þjónustu fyrir stúdenta. Því við vitum ekki nákvæmlega hvað er að, en við vitum að það er vissulega eitthvað að. Það þarf að endurskoða rekstur FS, og þar sem að FS er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þá á hagræðing í rekstri hennar að skila sér beint í betri kjörum fyrir stúdenta, hvort sem það sé í formi lægri leigu á Stúdentagörðum, lægra verði í Hámu, betri þjónustu eða lægra verði annars staðar í þjónustu FS. Höfundur er meðlimur í stúdentaráði fyri Vöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Sjá meira
Háma er allt of dýr. Það veit hver stúdent sem að hefur a) verslað í Hámu, og b) verslað í öðrum verslunum á Íslandi. Í kosningabaráttunni í vor gerði Vaka verðsamanburð á Hámu og Bakkanum, sjoppunni á Eyrarbakka. Bakkinn rekur sig á viðskiptum fólks sem mætir til þess að dæla sér dýrindis ÓB bensíni og stekkur inn til að kaupa sér kannski eina sykurlausa appelsín og Eitt sett. Til samanburðar hefur Háma tryggð viðskipti við þúsundir stúdenta á hverjum degi, er þar að auki ekki rekin í hagnaðarskyni og er undanþegin tekjuskatti og útsvari. Því kom það okkur verulega á óvart að það er töluvert dýrara að versla í Hámu en í sjoppunni á Eyrarbakka. Til samanburðar kostaði Nocco 370 krónur á Eyrarbakka en 415 krónur í Hámu, Hleðsla 315 krónur á Eyrarbakka en 435 krónur í Hámu og skyrdolla 290 krónur á Eyrarbakka en 375 krónur í Hámu. Maður spyr sig: Hvernig stendur eiginlega á þessu? Háma er rekin af Félagsstofnun stúdenta (FS) sem allir stúdentar Háskóla Íslands eiga aðild að, lögum samkvæmt. FS lýsir sér svohljóðandi á heimasíðu sinni: FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur. Við í Vöku vildum kanna af hverju í ósköpunum hin óhagnaðardrifna Háma væri svona rosalega dýr, svo við báðum um að fá ársreikninga FS í hendurnar til að rýna í tölurnar. Þá kom í ljós að FS aðskilur ekki rekstur sinn í ársreikningum sínum. FS er nefnilega í gríðarlega fjölbreyttum rekstri, en stofnunin rekur Stúdentagarða, Hámu, Bóksöluna (og Bókakaffið), Stúdentakjallarann, tvo leikskóla, Salatbarinn, Kaupfélag stúdenta (?) og Student Hostel (???). Í ársreikningum FS eru allar þessar mismunandi rekstrareiningar samandregnar í eitt. Hvað þýðir það? Það þýðir að tekjur og gjöld allra mismunandi rekstrareininga FS blandast saman í einn graut svo það er engin leið að greina í sundur hvað gengur vel og hvað gengur illa. Það gæti alveg eins verið peningatætari staðsettur inni í horni á skrifstofu FS sem tætir í sig 20% af öllum tekjum stofnunarinnar og við myndum engan veginn geta komist að því. Því lagði Vaka fram tillögu á stúdentaráðsfundi þann 19. október um að SHÍ myndi beita sér fyrir því að FS birti ársreikninga sína á vefsíðu sinni og að þeir væru sundurliðaðir eftir rekstrareiningum. Okkar skoðun er sú að þar sem stúdentar við HÍ eru lögum samkvæmt aðilar að FS þá eigi þeir rétt á að fá grunnupplýsingar um hvernig peningum þeirra er varið innan stofnunarinnar. Vinir okkar í Röskvu voru þó ekki sammála okkur. Þeir töldu slíkt gagnsæi ekki nauðsynlegt og vildu ekki að allir stúdentar hefðu aðgang að þessum upplýsingum. En gott og vel, Vaka vann að praktískri málamiðlun á fundinum. Vaka fékk það í gegn að SHÍ mun beita sér fyrir því að samandregnu ársreikningarnir verði birtir á heimasíðu FS, en að sundurliðaðir ársreikningar verði gerðir aðgengilegir stúdentaráðsliðum á skrifstofu SHÍ í pappírsformi. Það þýðir að þú sem almennur stúdent munt ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum eins og Vaka vildi, en stúdentaráðsliðar geta samt komist í þær. Þetta er auðvitað ekki alveg gagnsæið sem Vaka fór fram á, en þó áfangasigur. Fulltrúar Vöku munu fylgja þessari samþykkt eftir og sjá til þess að þessir sundurliðuðu ársreikningarnir skili sér á skrifstofu SHÍ. Og þegar sundurliðaðir ársreikningar eru komnir á skrifstofu SHÍ munu fulltrúar Vöku liggja yfir þeim til þess að finna hvar vandamálin í rekstri FS kunna að vera og vinna áfram í áttina að bættum kjörum og þjónustu fyrir stúdenta. Því við vitum ekki nákvæmlega hvað er að, en við vitum að það er vissulega eitthvað að. Það þarf að endurskoða rekstur FS, og þar sem að FS er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þá á hagræðing í rekstri hennar að skila sér beint í betri kjörum fyrir stúdenta, hvort sem það sé í formi lægri leigu á Stúdentagörðum, lægra verði í Hámu, betri þjónustu eða lægra verði annars staðar í þjónustu FS. Höfundur er meðlimur í stúdentaráði fyri Vöku.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun