Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:03 Kortið sýnir landfræðilega afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi. Breiða rauða línan afmarkar upptök miðlungsstórra hrauna (0,3 km3) og mjóa rauða línan upptök lítilla hrauna (0,02 km3). Ef lítið eða meðalstórt hraungos hefst á gossprungu sem er fyrir utan rauðu línurnar tvær benda hermanir úr hraunflæðilíkönum til þess að hraun mundi ekki renna inn í Grindavík né Þórkötlustaðahverfi. „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ Þetta segir í nýju svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, við spurningunni „Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?“ á Vísindavef HÍ. Þar segir að ítarlegar upplýsingar um möguleikana megi finna í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands. Þar var hætta á Reykjanesskaganum vestan Kleifarvatns metin með tilliti til hrauna-, gasmengunar- og gjóskufallsvá. „Á blaðsíðu 15 í skýrslunni er birt kort þar sem landfræðileg afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi er sýnd. Þar er átt við hraunflæði meðalstórra (0,3 km3) eða lítilla (0,02 km3) hraungosa en til samanburðar má geta þess að rúmmál gossins í Fagradalsfjalli 2021 var 0,15 km3 (sjá nánar í svari við spurningunni Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?),“ segir Magnús Tumi. Í stuttu máli megi draga möguleikana saman á eftirfarandi hátt: „Ef gýs norðan eða nokkuð vestan Þorbjarnar, færi hraun einkum til suðurs og suðvesturs og gæti náð að sjó vestan Grindavíkur. Grindavík sjálf væri ekki í beinni hættu. Ef gos kæmi upp á eða nærri Sundhnúkasprungunni, þar sem síðast gaus fyrir um 2000 árum, myndi gos á norðurhluta valda hraunrennsli til vesturs í átt að Svartsengi og Bláa lóninu auk þess að leita til austurs. Hraun sem kæmi upp milli Sundhnúks og Hagafells gæti sent hraun til vesturs í átt að Svartsengi, til austurs og suðausturs og þar með í átt að Grindavík, og það sama gerðist ef hraun færi til suðurs meðfram Grindavíkurvegi. Gos sunnan þess svæðis, myndi senda hraun í átt að Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Þetta segir í nýju svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, við spurningunni „Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?“ á Vísindavef HÍ. Þar segir að ítarlegar upplýsingar um möguleikana megi finna í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands. Þar var hætta á Reykjanesskaganum vestan Kleifarvatns metin með tilliti til hrauna-, gasmengunar- og gjóskufallsvá. „Á blaðsíðu 15 í skýrslunni er birt kort þar sem landfræðileg afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi er sýnd. Þar er átt við hraunflæði meðalstórra (0,3 km3) eða lítilla (0,02 km3) hraungosa en til samanburðar má geta þess að rúmmál gossins í Fagradalsfjalli 2021 var 0,15 km3 (sjá nánar í svari við spurningunni Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?),“ segir Magnús Tumi. Í stuttu máli megi draga möguleikana saman á eftirfarandi hátt: „Ef gýs norðan eða nokkuð vestan Þorbjarnar, færi hraun einkum til suðurs og suðvesturs og gæti náð að sjó vestan Grindavíkur. Grindavík sjálf væri ekki í beinni hættu. Ef gos kæmi upp á eða nærri Sundhnúkasprungunni, þar sem síðast gaus fyrir um 2000 árum, myndi gos á norðurhluta valda hraunrennsli til vesturs í átt að Svartsengi og Bláa lóninu auk þess að leita til austurs. Hraun sem kæmi upp milli Sundhnúks og Hagafells gæti sent hraun til vesturs í átt að Svartsengi, til austurs og suðausturs og þar með í átt að Grindavík, og það sama gerðist ef hraun færi til suðurs meðfram Grindavíkurvegi. Gos sunnan þess svæðis, myndi senda hraun í átt að Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira