„Sveiattan við því að gera ekki betur en þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2023 23:44 Vilhjálmur Birgisson skammaði fjármálageirann og sakaði hann um miskunnarleysi. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór ófögrum orðum um fjármálageirann og lífeyrissjóðina í Reykjavík síðdegis í dag fyrir skort þeirra á stuðningi við Grindvíkinga. Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“ Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“
Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira