„Sveiattan við því að gera ekki betur en þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2023 23:44 Vilhjálmur Birgisson skammaði fjármálageirann og sakaði hann um miskunnarleysi. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór ófögrum orðum um fjármálageirann og lífeyrissjóðina í Reykjavík síðdegis í dag fyrir skort þeirra á stuðningi við Grindvíkinga. Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“ Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira
Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“
Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira