Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 11:23 Friðrik hefur ekki tjáð sig um málið. EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti. Bæði hafa þvertekið fyrir að nokkuð hafi átt sér stað á milli þeirra. Slúðurblöð á Spáni hafa hins vegar ekki hætt að fjalla um málið og hafa nú birt myndir af þeim Friðriki og Genovevu saman. Eins og fram hefur komið hafa spænskir miðlar haldið því fram að Friðrik og Genoveva hafi farið saman á listasafn í Madríd. Þau hafi þar eytt nótt saman. Á sama tíma hafa danskir miðlar greint frá því að María krónprinsessa hafi á sama tíma verið í New York. Þetta hafi verið í lok október fyrir mánuði síðan. Ferð Maríu hafi verið formleg og tilkynnt sem slík en ekki ferðalag Friðriks. Spænska slúðurblaðið Lecturas hefur fullyrt að þau Friðrik og Genoveva hafi hvort um sig mætt í íbúðarhúsnæði þar sem hún býr í sitthvoru lagi um kvöldmatarleyti. Þau hafi síðan yfirgefið húsið saman og hafi þá verið búin að skipta um föt. Nú hafa birst myndir af prinsinum þar sem má sjá hann á gangi í bláum jakka og brúnum buxum. Fullyrða spænsku blöðin að þar sé prinsinn á ferðinni, á leið heim til Genovevu. Á annarri mynd má sjá hann með Genovevu í öðrum fötum og segja spænsku blöðin þetta vera sama kvöldið. Genoveva hefur sjálf sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hún hafnar staðhæfingum um að hún eigi í sambandi við Friðrik. Þá gagnrýnir hún fréttaflutning spænskra slúðurmiðla og segir hann skaðlegan, auk þess sem hann brengli raunveruleikann. Friðrik og María hafa verið gift í nítján ár. Þau kynntust í heimalandi Maríu í Ástralíu árið 2000 og vakti ráðahagurinn heimsathygli á sínum tíma. Pictures that rocked Danish royalty: Crown Prince Frederik of Denmark and Mexican socialite Genoveva Casanova's night out in Madrid without his wife Princess Mary https://t.co/hfwMbl4oVt pic.twitter.com/3lxw6VBQ3u— Daily Mail Online (@MailOnline) November 14, 2023 Kóngafólk Danmörk Spánn Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Bæði hafa þvertekið fyrir að nokkuð hafi átt sér stað á milli þeirra. Slúðurblöð á Spáni hafa hins vegar ekki hætt að fjalla um málið og hafa nú birt myndir af þeim Friðriki og Genovevu saman. Eins og fram hefur komið hafa spænskir miðlar haldið því fram að Friðrik og Genoveva hafi farið saman á listasafn í Madríd. Þau hafi þar eytt nótt saman. Á sama tíma hafa danskir miðlar greint frá því að María krónprinsessa hafi á sama tíma verið í New York. Þetta hafi verið í lok október fyrir mánuði síðan. Ferð Maríu hafi verið formleg og tilkynnt sem slík en ekki ferðalag Friðriks. Spænska slúðurblaðið Lecturas hefur fullyrt að þau Friðrik og Genoveva hafi hvort um sig mætt í íbúðarhúsnæði þar sem hún býr í sitthvoru lagi um kvöldmatarleyti. Þau hafi síðan yfirgefið húsið saman og hafi þá verið búin að skipta um föt. Nú hafa birst myndir af prinsinum þar sem má sjá hann á gangi í bláum jakka og brúnum buxum. Fullyrða spænsku blöðin að þar sé prinsinn á ferðinni, á leið heim til Genovevu. Á annarri mynd má sjá hann með Genovevu í öðrum fötum og segja spænsku blöðin þetta vera sama kvöldið. Genoveva hefur sjálf sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hún hafnar staðhæfingum um að hún eigi í sambandi við Friðrik. Þá gagnrýnir hún fréttaflutning spænskra slúðurmiðla og segir hann skaðlegan, auk þess sem hann brengli raunveruleikann. Friðrik og María hafa verið gift í nítján ár. Þau kynntust í heimalandi Maríu í Ástralíu árið 2000 og vakti ráðahagurinn heimsathygli á sínum tíma. Pictures that rocked Danish royalty: Crown Prince Frederik of Denmark and Mexican socialite Genoveva Casanova's night out in Madrid without his wife Princess Mary https://t.co/hfwMbl4oVt pic.twitter.com/3lxw6VBQ3u— Daily Mail Online (@MailOnline) November 14, 2023
Kóngafólk Danmörk Spánn Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“