Telur gos ennþá yfirvofandi: Yrði ekki stórt en staðsetning erfið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 12:12 Jarðfræðingurinn Magnús Tumi er enn á því að líklegasta sviðsmynd umbrotanna á Reykjanesskaga sé að þau endi með eldgosi. Vísir/Einar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina að það muni gjósa á Reykjanesskaga, fyrst kvika streymi enn í kvikuganginn. Þó yrði það gos líklega ekki stórt og meira í líkingu við gos undanfarinna ára. Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira