Seðlabankinn þarf nú að lækka stýrivexti Stefán Ólafsson skrifar 18. nóvember 2023 13:30 Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Seðlabankinn hefur verið að vinna með ranga kenningu um orsakir verðbólgunnar hér á síðustu misserum, enda er árangurinn af aðgerðum hans alltof lítill. Ég útlistaði þetta í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu (sjá "Hin leiðin gegn verðbólgunni"). Nú er ljóst að eldhræringarnar við Grindavík hægja hugsanlega á hagvexti og stórauka eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sem var of mikil fyrir. Á sama tíma eru óvenju háir stýrivextir Seðlabankans að hægja stórlega á framleiðslu nýrra íbúða, eins og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á. Versnandi afkoma tekjulægri heimila vegna verulega aukins húsnæðiskostnaðar hefur magnað upp þrýsting launafólks á miklar hækkanir launa í komandi kjarasamningum. Háir stýrivextir og of veikburða húsnæðisstuðningur (vaxta- og leigubætur) eiga mikinn þátt í því. Því þarf nú að söðla um í peningastefnunni. Lækkun stýrivaxta myndi m.a. hafa eftirfarandi áhrif sem öll væru til góðs í stöðunni: Létt yrði á verðbólguþrýstingi með lækkun á skuldabyrði fyrirtækja. Byggingariðnaðurinn fengi merki um að betri tíð gæti verið í vændum sem myndi hafa jákvæð áhrif á áform um nýbyggingar íbúða. Jákvæð skilaboð yrðu þar með send til verkalýðshreyfingarinnar um að lækkun á vöxtum íbúðarlána sé handan við hornið, en það gæti stuðlað að varfærari launahækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings til þriggja ára. Seðlabankinn er nú í dauðafæri til að sýna vitræn viðbrögð við breyttum aðstæðum og að leggja gott til farsælli framvindu á næstu misserum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Grindavík Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Seðlabankinn hefur verið að vinna með ranga kenningu um orsakir verðbólgunnar hér á síðustu misserum, enda er árangurinn af aðgerðum hans alltof lítill. Ég útlistaði þetta í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu (sjá "Hin leiðin gegn verðbólgunni"). Nú er ljóst að eldhræringarnar við Grindavík hægja hugsanlega á hagvexti og stórauka eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sem var of mikil fyrir. Á sama tíma eru óvenju háir stýrivextir Seðlabankans að hægja stórlega á framleiðslu nýrra íbúða, eins og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á. Versnandi afkoma tekjulægri heimila vegna verulega aukins húsnæðiskostnaðar hefur magnað upp þrýsting launafólks á miklar hækkanir launa í komandi kjarasamningum. Háir stýrivextir og of veikburða húsnæðisstuðningur (vaxta- og leigubætur) eiga mikinn þátt í því. Því þarf nú að söðla um í peningastefnunni. Lækkun stýrivaxta myndi m.a. hafa eftirfarandi áhrif sem öll væru til góðs í stöðunni: Létt yrði á verðbólguþrýstingi með lækkun á skuldabyrði fyrirtækja. Byggingariðnaðurinn fengi merki um að betri tíð gæti verið í vændum sem myndi hafa jákvæð áhrif á áform um nýbyggingar íbúða. Jákvæð skilaboð yrðu þar með send til verkalýðshreyfingarinnar um að lækkun á vöxtum íbúðarlána sé handan við hornið, en það gæti stuðlað að varfærari launahækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings til þriggja ára. Seðlabankinn er nú í dauðafæri til að sýna vitræn viðbrögð við breyttum aðstæðum og að leggja gott til farsælli framvindu á næstu misserum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar